Hvað er alþjóðavæðing? Hverjar voru orsakir vígbúnaðarkapphlaupsins á tímum kalda stríðsins? Eru komnir upp aðrir átakaþættir í kjölfar kalda stríðsins sem stafa af árekstrum ólíkra menningarheima? Geta Sameinuðu þjóðirnar nokkurn tímann orðið þess megnugar að koma á friði í heiminum?
Í þessari kennslubók er reynt að veita svör við ýmsum spurningum sem hafa verið mörgum hugleiknar í alþjóðastjórnmálum allt frá síðari heimsstyrjöldinni. Markmið umræðunnar er að lesandinn öðlist víðtækari þekkingu og skilning á þeim vandamálum og viðfangsefnum sem heimurinn stendur frammi fyrir nú um stundir og sé betur í stakk búinn til að leggja gagnrýnið mat á helstu viðburði heimsmálanna. Verkefni fylgja hverjum kafla.
Þessi kennslubók er ætluð nemendum í félagsfræði á framhaldsskólastigi. Hún hentar einnig nemendum á fyrsta ári í háskóla svo og hinum almenna lesanda. Grundvallarhugtök félagsfræðinnar eru skýrð og meginsjónarhorn hennar kynnt. Fjallað er um nokkur mikilvæg viðfangsefni félagsfræðinnar. Námsmarkmið og samantekt fylgja hverjum kafla.
Fjölbreyttar leiðir í námsmati er handbók ætluð skólastjórum, kennurum og öðrum sem áhuga hafa á fjölbreytni í námsmati. Bókin er byggð á lykilþáttum í námsmati sem felst einkum í því að íhuga tilgang matsins og ákveða hvað eigi að meta, hvaða námsaðferð henti best, hvernig best sé að miðla upplýsingum og til hverra. Jafnhliða er í bókinni lögð áhersla á þátttöku nemenda í náms- og matsferlinu. Í bókinni eru matslistar fyrir mat kennara á þessum lykilþáttum og í viðauka eru ýmis matsgögn sem kennarar geta notað, breytt og bætt – allt eftir þörfum hvers og eins.
Bókin er ætluð kennurum og foreldrum sem hafa áhuga á að þróa með sér spurningalist og efla þannig sjálfstraust og sjálfstæða hugsun barna og unglinga.
Gagnrýni og gaman er framlag höfundar til gagnrýnnar umræðu í skólastarfi og er sett fram sem reynslusaga um þróun ákveðinnar hugmyndafræði og lýsir tilraunum í kennslustundum. Þannig er hún í senn leit og uppgötvunarnám kennara og nemenda. Áhersla er lögð á ímyndunaraflið og skapandi hugsun á kostnað strangrar rökhyggju og er það trú höfundar að þannig megi betur varðveita hrekkleysi og trúnaðartraust nemenda.
Höfundar: Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur og Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur
Myndskreytingar: Sirrý Margrét Lárusdóttir
Hugskot er handbók fyrir alla sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi. Umfjöllunarefninu er best lýst með hugtakinu gagnrýninn borgari sem felst í því að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla. Markmiðið er að efla kunnáttu og færni lesenda í að skyggnast inn í eigið hugskot, beita gagnrýnni hugsun ásamt því að greina ímyndir, fordóma, texta og skilaboð í samfélaginu.
Efni bókarinnar spannar m.a. baráttuna gegn kynjamisrétti á Íslandi 2015 og eru fjölmörg dæmi tekin úr íslensku samfélagi. Einstakir kaflar bókarinnar fjalla um flokkanir, staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, friðarmenningu og borgaravitund. Hverjum kafla fylgir efni til frekari umhugsunar fyrir þá sem vilja nota bókina til kennslu, ásamt orðaskrá og ítarlegum heimildarlista.
Bókin hefur hlotið einróma lof lesenda og gagnrýnenda. Eftirfarandi tilvitnanir eru úr ritdóm Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur framhaldsskólakennara, sem birtist í Tímariti um uppeldi og menntun:
„Ef allur almenningur les þessa bók mun hamingja og farsæld aukast.“
„Það er í raun ekki ein einasta dauð eða leiðinleg blaðsíða í þessari bók, hún er yfirfull af visku, fróðleik, ígrundun og svo fallegri sýn að ekki er annað hægt en að hrífast með.“
Í bókinni, sem ætluð er til kennslu á framhaldsskólastigi, er höfuðáhersla lögð á skapandi hugsun og frumlega rannsóknarvinnu. Markmiðið er að gefa nemendum innsýn í megindlega og eigindlega rannsóknaraðferðir og kenningar.
Efnið er sett fram með þeim hætti að nemendur geti gert sína eigin könnun eða vettvangsrannsókn með aðstoð kennara. Bókin ætti ekki síður að nýtast þeim sem vinna sjálfstætt að lokaverkefni sem felur í sér rannsóknarvinnu, hvort sem þeir hafa lært félagsfræði eða ekki.
Áhersluþættir í bókinni eru m.a. kröfur til meistara um fræðslu og handleiðslu iðnnema á námssamningi, samskiptatækni, viðtalstækni og tjáskipti, þættir úr námssálarfræðinni og markmiðssetningar í námi. Að auki er fjallað um helstu kennsluaðferðir, skipulagning á starfsnámi og þjálfunaráætlun og matsleiðir.
Kemur félagsfræðin mér við? er kennslubók í félagsfræði fyrir byrjunaráfanga í framhaldsskólnum. Í henni eru grunneiningar samfélagsins skoðaðar frá sjónarhorni félagsfræðinnar, grundvallarkenningar í félagsfræði kynntar og fjallað um samfélagið í ljósi þeirra áhrifa sem það hefur á einstaklinginn og líf hans. Auk þess er fjallað um helstu greinar félagsvísinda.
Höfundar hafa allir starfað sem félagsfræðikennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Í bókinni eru teknir fyrir 12 efnisþættir sem tengjast allir ábyrgð okkar sem einstaklinga og ábyrgð okkar í sjálfu samfélaginu. Þessir þættir eru: Nám og námsmöguleikar, Sjálfsmyndin, Vinnubrögð í námi, Heilsan, Fjármálin þín, Umferðin, Samfélagið, Fjölskyldan, Atvinnulíf og störf, Tjáskipti og félagsstörf, Einstaklingur, umhverfi og náttúra.
Mannfræði er heimspeki sem snýst um fólk
Tim Ingold
Þessi bók býður upp á ferðalag sem að dómi höfundar er eitt það mest gefandi sem manneskjan getur tekið sér fyrir hendur – og án vafa eitt af þeim lengstu. Það mun leiða lesandann frá hinum vætusömu regnskógum Amason til hinna köldu hálfeyðimarka norðurheimskautsins; frá skýjakjúfum Manhattan til leirkofa Sahelsvæðisins sunnan Sahara; frá þorpum á hálendi Nýju-Gíneu til borga Afríku.
Grundvallarrit handa íslenskum grunnskólakennurum og kennaraefnum. Í henni er m.a. fjallað um fas, framkomu og verklag kennara. Tekið er fyrir eðli og einkenni kennsluaðferða en níu aðalkaflar bókarinnar fjalla sérstaklega um: útlistunarkennslu, þulunám og þjálfunaræfingar, verklegar æfingar, umræðu og spurnaraðferðir, innlifunaraðferðir og tjáningu, þrautalausnir, leitaraðferðir, hópvinnubrögð og sjálfstæð, skapandi viðfangsefni. Í bókinni er mikið af gagnlegum ábendingum til kennara um námsefni og fræðilegt efni.
Í bókinni er mælt með gagnkvæmri virðingu í samskiptum barna og fullorðinna. Bókin kennir jákvæðar aðferðir sem miða að skilningi á milli barna og uppalenda. Þessar aðferðir eru m.a. virk hlustun sem styður við barnið og „ég-boð“ sem fá barnið til að hlusta þegar talað er við það. Við lausn vandamála mælir dr. Gordon með aðferðum sem fela í sér sameiginlega lausn barna og uppalenda þannig að börn læri að bera ábyrgð á eigin hegðun og sýna öðrum tillitssemi. Bókin hefur verið notuð til grundvallar námskeiðum sem sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð hafa staðið fyrir á undanförnum árum.
Leiðsögn fyrir kennara í skólum, á heimilum, vinnustöðum og íþróttasvæðum. Höfundur segir: „Kennsla er sammannlegt fyrirbæri, allir kenna. Foreldrar kenna börnum sínum, atvinnurekendur starfsmönnum, þjálfarar kenna leikmönnum, konur kenna eiginmönnum sínum (og gagnkvæmt). — Þessi bók fjallar um það hvernig kennsla getur orðið mun árangursríkari en hún að jafnaði er, hvernig kennsla getur fært þeim sem lærir aukna þekkingu og þroska og jafnframt dregið úr árekstrum og skapað aukinn virkan tíma til kennslu.“
Sú kynslóð nemenda sem nú elst upp, lifir og hrærist í breyttum heimi þar sem tæknin er allsráðandi. Því mætti kalla þessa nemendur síðustu skólatöskukynslóðina því þetta er að öllum líkindum síðasta kynslóð nemenda sem þarf að koma með skólatösku í skólann. Í framtíðinni má búast við að mikið af þeim upplýsingum sem nemendur nota verði að finna í snjalltækjum en ekki í áþreifanlegum kennslubókum, vinnublöðum eða greinum af bókasafninu. Kennarar þurfa því að taka þessum breytingum með opnum huga og vera tilbúnir að tileinka sér nýjan hugsunarhátt í kennslu.
Höfundar: Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon
Þessi bók er skrifuð fyrir grunnskólakennara og foreldra grunnskólabarna í þeim tilgangi að vekja þá til umhugsunar og umræðu um hlutverk sitt og benda á mikilvægi samstarfs foreldra og skóla. Með bókinni er hvatt til þróunar samstarfs í samræmi við þarfir og væntingar samtímans, bent er á mögulegar leiðir, hagnýtar upplýsingar og ráð sem stuðlað geta að árangursríku samstarfi foreldra og kennara.
Dr. Norman E. Amundson er þekktur kanadískur prófessor sem hefur gefið út fjölda rita um starfsráðgjöf. Í þessari handbók, Stefnt að starfsframa, sem jafnframt er verkefnahefti, er kynnt til sögunnar starfsráðgjafalíkan sem hann hefur þróað í samvinnu við reynda ráðgjafa og fræðimenn á þessu sviði. Efnið er sett fram á einkar myndrænan og auðskiljanlegan hátt fyrir einstaklinga sem standa frammi fyrir því að taka ákvarðanir um starfsval.
Efni bókarinnar hentar einstaklingum á öllum aldri, þeim sem eru að hefja þátttöku á vinnumarkaði, þeim sem eru án atvinnu og öðrum þeim sem eru að velta fyrir sér breytingum á starfsferli.
Höfundar: Norman E. Amundson og Gray Poehnell
Þýðendur: Guðrún Stella Gissurardóttir, Líney Árnadóttir og Margo Renner