IÐNMENNT ses. var stofnuð 22. október 1999 úr Sambandi iðnskóla á Íslandi og IÐNÚ bókaútgáfu sem höfðu þá starfað í 50 ár. Stofnendur IÐNMENNTAR, sem er sjálfseignarstofnun, voru fimmtán aðildarskólar Sambands iðnskóla á íslandi. IÐNMENNT er ætlað að stuðla að eflingu iðn-, tækni- og starfsmenntunar, m.a. með útgáfu og dreifingu námsgagna til iðn-, tækni- og starfsmenntaskóla í landinu undir útgáfuheiti IÐNÚ.
Bókaútgáfan var hugarfóstur frumkvöðla iðnskólamanna sem komu saman árið 1948 og settu á fót Samband iðnskóla á Íslandi og stofnuðu ári síðar Iðnskólaútgáfuna, eins og hún hér lengi framan af, síðar IÐNÚ.
Yfirlýst markmið IÐNÚ hefur alla tíð verið útgáfa og dreifing námsefnis fyrir iðn-, tækni, og starfsmenntun þó að útgáfa bóka í almennum greinum hafi einnig verið umtalsverð auk kortaútgáfu. Útgáfa gagnvirkra kennslubóka í vefbókarformi hefur einnig verið að ryðja sér rúms innan útgáfunnar.
Auk bókaútgáfu starfrækir IÐNMENNT prentstofu og IÐNÚ bókabúð í Brautarholti 8 í Reykjavík.
Hér eru tenglar á vefi aðildarskóla IÐNMENNTAR:
- Borgarholtsskóli BHS
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti FB
- Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra FNV
- Fjölbrautaskóli Suðurlands FSu
- Fjölbrautarskóli Suðurnesja FS
- Fjölbrautaskóli Vesturlands FVA
- Fjölbrautarskólinn við Ármúla
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum FíV
- Menntaskólinn í Kópavogi MK
- Menntaskólinn á Ísafirði Mí
- Tækniskólinn
- Verkmenntaskólinn á Akureyri VMA
- Verkmenntaskóli Austurlands VA