Hér er að finna ítarefni og eyðublöð fyrir Síðustu skólatöskukynslóðina – Handbók í snjalltækni fyrir kennara

Stoðsíða Teaching the Last Backpack Generation

Ef farið er á ensku stoðsíðuna með QR-kóða í bókinni:

Passið að velja rauða „Toggle Nav“ hnappinn til að sjá valmyndina á ensku stoðsíðunni.

Óþarfi er að skrá sig inn til að sjá ítarefnið.

Eyðublöð til að hlaða niður:

Áætlun fyrir kennslustund

Mat á smáforritum

Síðasta skólatöskukynslóðin

kr. 3.990

Sú kynslóð nemenda sem nú elst upp, lifir og hrærist í breyttum heimi þar sem tæknin er allsráðandi. Því mætti kalla þessa nemendur síðustu skólatöskukynslóðina því þetta er að öllum líkindum síðasta kynslóð nemenda sem þarf að koma með skólatösku í skólann. Í framtíðinni má búast við að mikið af þeim upplýsingum sem nemendur nota verði að finna í snjalltækjum en ekki í áþreifanlegum kennslubókum, vinnublöðum eða greinum af bókasafninu. Kennarar þurfa því að taka þessum breytingum með opnum huga og vera tilbúnir að tileinka sér nýjan hugsunarhátt í kennslu.

  • Höfundar: Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon

  • Útgáfuár: 2018

  • 186 bls. / ISBN 9789979674672