Hér fyrir neðan er hægt að hlaða niður til útprentunar bókamerkjum, viðurkenningarskjölum og fleiru tengdu Óvættafararbókunum!

Ævintýrabókaserían Óvættaför hefur slegið í gegn hjá lestrarhestum í grunnskólum landsins og ófáir bókaklúbbar hafa verið stofnaðir af því tilefni. IÐNÚ hefur þýtt og gefið út 30 bækur, eða 5 seríur sem innihalda 6 bækur hver.

Söguþráður bókanna er afar grípandi og því henta bækurnar vel til að vekja áhuga krakka á lestri og auka lesskilning. 

Vorið 2018 stóð IÐNÚ fyrir skemmtilegu lestrarátaki undir nafninu Leggur þú í ævintýralestur?  og lásu grunnskólanemendur um allt land samtals 2500 ævintýrabækur í rúmlega 40 skólum. Fyrir átakið voru útbúnir sérstakir lestrarmiðar, bókamerki, viðurkenningarskjöl og plaköt  – allt í Óvættafararþema – og hefur IÐNÚ ákveðið að gera öll þau skjöl aðgengileg á vefnum sínum svo skólar geti notað þau fyrir sína eigin Óvættafarar-lestrarleiki og Óvættafarar-bókaklúbba.

Inni á vefnum Kennarinn.is er hægt að nálgast ýmiskonar spennandi verkefni og þrautir fyrir 1. seríu Óvættafarar, sérsniðnum að markmiðum í íslensku fyrir 3.-5. bekk. Efnið er aðgengilegt öllum og er notendum að kostnaðarlausu.

Með því að smella á hlekkina hér að neðan er hægt að opna skjölin og hlaða þeim niður til útprentunar. 

LestrarmiðiÓvættaför – Ævintýralestur plakat

Viðurkenningarskjal 1. seríaBókamerki 1. sería

Viðurkenningarskjal 2. seríaBókamerki 2. sería 

Viðurkenningarskjal 3. seríaBókamerki 3. sería

Viðurkenningarskjal 4. seríaBókamerki 4. sería

Viðurkenningarskjal 5. seríaBókamerki 5. sería

 

Smelltu hér til að skoða vef Beast Quest, en það er heiti ensku bókanna sem Óvættafararbækurnar eru þýddar upp úr. Inni á vefnum er að finna ýmiskonar spennandi tölvuleiki og aukaefni með bókunum á ensku.

 

Tengdar vörur

Out Of Stock

Óvættaför 1 – Elddrekinn Fernó

kr. 2.910

Þetta er fyrsta bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu:

Illviljaður töframaður hefur lagt ill álög á verndarvætti Avantíu. Aðeins sönn hetja getur frelsað þá úr álögunum og hindrað að þeir leggi landið í auðn. Er Tom hetjan sem Avantía hefur beðið eftir? Vertu með í för Toms gegn elddrekanum …

Kennarinn.is – verkefni fyrir Óvættaför 1-6

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2007

 • 120 bls. / ISBN 9789979673613

 

Óvættaför 13 – Mínótárusinn Torgor

kr. 2.795

Þetta er þrettánda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt fyrsta bókin sem fjallar um Myrkraríkið.

Verndarvættir Avantíu eru í hættu. Sex nýir óvættir hafa náð þeim á sitt vald og flutt þá til Gorgóníu, konungsríkis galdramannsins vonda, Malvels. Til þess að frelsa vættina heldur Tom af stað til Myrkraríkisins og þarf fyrst að berjast við mínótárusinn Torgor.

Leggur þú í óvættaförina?

 

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2013

 • 128 bls. / ISBN 9789979673378

Óvættaför 16 – Gorgóníuhundurinn Kímon

kr. 2.795

Í yfirgefnum kastala í Myrkraríkinu er Gorgóníuhundurinn Kímon á vakki. Kímon er einn af sex skelfilegum óvættum sem galdrakarlinn vondi hefur sleppt lausum til þess að ráðast á verndarvætti Avantíu. Fylgstu með Tom í þessari óvættaför og hvernig hann reynir að frelsa góðvættina.

 

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2014

 • 127 bls. / ISBN 9789979673439

Óvættaför 20 – Vofuhesturinn Ekvínus

kr. 2.910

Vofuhesturinn Ekvínus ryðst í gegnum skóga Forboðna landsins og rænir lifandi verum lífskraftinum. Tom verður að forða sér undan hófaspörkum óvættarins og ná broti úr verndargripnum úr vörslu hans – að öðrum kosti verður faðir hans vofa um alla framtíð …

 

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2015

 • 118 bls. / ISBN 9789979673774

Óvættaför 30 – Pöddudrottningin Amiktus

kr. 2.910

Óvættaför Toms leiðir hann að frumskógi. Þar verður hann að sigrast á hinum slóttuga óvætti, Amiktusi. En hvaða möguleika á Tom gegn snerpu óvættarins? Og hvert er leyndarmálið sem faðir hans og Aduro töframaður hafa haldið leyndu fyrir honum?

Leggur þú í óvættaförina?

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2018

 • 119 bls. / ISBN 9789979674382

Óvættaför 7 – Ófreskjusmokkfiskurinn Sepja

kr. 2.795

Þetta er sjöunda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt fyrsta bókin af sex sem fjalla um Gullnu brynjuna.

Galdramaðurinn vondi, Malvel, stal gullnu töfrabrynjunni og dreifði hlutum hennar víðs vegar um Avantíu. Tom hefur heitið því að finna alla hluta brynjunnar – en þeirra er gætt af sex hryllilegum óvættum. Tekst Tom að sigra í neðansjávarbardaga við ófreskjusmokkfiskinn Sepju?

Leggur þú í óvættaförina?

 

 • Léttlestrarbók fyrir krakka á aldrinum 7-11 ára

 • Höfundur: Adam Blade

 • Þýðandi: Árni Árnason

 • Útgáfuár: 2011

 • 128 bls. / ISBN 78-9979672883