Hér fyrir neðan er hægt að hlaða niður til útprentunar bókamerkjum, viðurkenningarskjölum og fleiru tengdu Óvættafararbókunum!

Ævintýrabókaserían Óvættaför hefur slegið í gegn hjá lestrarhestum í grunnskólum landsins og ófáir bókaklúbbar hafa verið stofnaðir af því tilefni. IÐNÚ hefur þýtt og gefið út 30 bækur, eða 5 seríur sem innihalda 6 bækur hver.

Söguþráður bókanna er afar grípandi og því henta bækurnar vel til að vekja áhuga krakka á lestri og auka lesskilning. 

Vorið 2018 stóð IÐNÚ fyrir skemmtilegu lestrarátaki undir nafninu Leggur þú í ævintýralestur?  og lásu grunnskólanemendur um allt land samtals 2500 ævintýrabækur í rúmlega 40 skólum. Fyrir átakið voru útbúnir sérstakir lestrarmiðar, bókamerki, viðurkenningarskjöl og plaköt  – allt í Óvættafararþema – og hefur IÐNÚ ákveðið að gera öll þau skjöl aðgengileg á vefnum sínum svo skólar geti notað þau fyrir sína eigin Óvættafarar-lestrarleiki og Óvættafarar-bókaklúbba.

Inni á vefnum Kennarinn.is er hægt að nálgast ýmiskonar spennandi verkefni og þrautir fyrir 1. seríu Óvættafarar, sérsniðnum að markmiðum í íslensku fyrir 3.-5. bekk. Efnið er aðgengilegt öllum og er notendum að kostnaðarlausu.

Með því að smella á hlekkina hér að neðan er hægt að opna skjölin og hlaða þeim niður til útprentunar. 

LestrarmiðiÓvættaför – Ævintýralestur plakat

Viðurkenningarskjal 1. seríaBókamerki 1. sería

Viðurkenningarskjal 2. seríaBókamerki 2. sería 

Viðurkenningarskjal 3. seríaBókamerki 3. sería

Viðurkenningarskjal 4. seríaBókamerki 4. sería

Viðurkenningarskjal 5. seríaBókamerki 5. sería

 

Smelltu hér til að skoða vef Beast Quest, en það er heiti ensku bókanna sem Óvættafararbækurnar eru þýddar upp úr. Inni á vefnum er að finna ýmiskonar spennandi tölvuleiki og aukaefni með bókunum á ensku.

 

Tengdar vörur