fbpx

Gagnryni-og-gaman-cover

Gagnrýni og gaman: samræður og spurningalist

kr. 4.030

Vörulýsing

Höfundur: Jón Thoroddsen

Gagnrýni og gaman er bók ætluð kennurum og foreldrum sem hafa áhuga á að þróa með sér spurningalist og efla þannig sjálfstraust og sjálfstæða hugsun barna og unglinga.

Gagnrýni og gaman er framlag höfundar til gagnrýnnar umræðu í skólastarfi og er afrakstur af heimspekilegum samræðum á þremur stigum grunnskóla. Bókin er sett fram sem reynslusaga um þróun ákveðinnar hugmyndafræði og lýsir tilraunum í kennslustundum. Þannig er hún í senn leit og uppgötvunarnám kennara og nemenda. Áhersla er lögð á ímyndunaraflið og skapandi hugsun á kostnað strangrar rökhyggju og er það trú höfundar að þannig megi betur varðveita hrekkleysi og trúnaðartraust nemenda.

Höfundur bókarinnar er Jón Thoroddsen, kennari og heimspekingur. Hann hóf að móta aðferðafræði og heimspekikennslu sína í Grandaskóla árið 1997 en hefur frá árinu 2006 kennt á unglingastigi í Laugalækjarskóla. Þar hefur Jón gert tilraunir með lífsleiknikennslu á heimspekilegum nótum en auk þess haldið fjölmörg námskeið fyrir kennara á öðrum vettvangi. Fjölbreytt reynsla Jóns hefur að vonum haft áhrif á umræðuefni bókarinnar sem og störf hans við bókmenntaþýðingar.

Bókin er 172 bls.
ISBN: 978-9979-67-400-9