Showing 17–32 of 47 results

Íslensk málfræði handa grunn- og framhaldsskólum

kr. 1.690

Kennslubók í íslenskri málfræði sem hefur verið kennd í grunn- og framhaldsskólum.

Þetta er 5. útgáfa bókarinnar frá árinu 1958 (17. prentun).

Eiríkur Hreinn Finnbogason annaðist útgáfuna.

 

 • Höfundur: Björn Guðfinnsson

 • Útgáfuár: 1999

 • 118 bls. / ISBN 9789979670117

Íslenskar bókmenntir 1550-1900

kr. 4.620

Þetta er íslensk bókmenntasaga frá siðaskiptum til loka 19. aldar þar sem meginþættir íslenskra bókmennta eru útskýrðir. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera hjálpartæki fyrir nemendur svo að þeir skilji betur það hugmyndalega umhverfi sem bókmenntir verða til í.

Til að auðvelda lesanda þessi tengsl við fortíðina fléttar höfundurinn margvíslegu þjóðsagnaefni inn í frásögn sína í bland við aðra bókmenntatexta tímabilsins.

 • Höfundur: Kristinn Kristjánsson

 • Útgáfuár: 1996

 • 133 bls. / ISBN 9789979831525

Íslenskar bókmenntir til 1550

kr. 3.545

Þessi bók kom fyrst út árið 1976 og hér er um endurútgáfu að ræða. Eins og höfundar greina frá í aðfaraorðum er ritið „hugsað sem rammi eða beinagrind þar sem sögð eru stutt deili á helstu bókmenntagreinum tímabilsins“.

Bókin er að mestu efnislega óbreytt frá fyrri útgáfu, en hefur verið aukin af myndefni og ritaskrám.

 • Höfundar: Baldur Jónsson, Indriði Gíslason og Ingólfur Pálmason

 • Útgáfuár: 1997

 • 123 bls. / ISBN 9789979831792

Kjalnesinga saga

kr. 2.875

Skólaútgáfa með skýringum og verkefnum ásamt litprentuðu korti af sögusviði.

Myndskreyting eftir Hauk Halldórsson.

 • Jón Böðvarsson tók saman.

 • Útgáfuár: 1985

 • 120 bls. / ISBN 9789979806677

Leiðarvísir um málfar

kr. 2.490

Þetta hefti er einkum ætlað nemendum í framhaldsskólum til leiðbeiningar og þjálfunar í ýmsum málfarslegum efnum. Reynt hefur verið að velja þætti þar sem einna mest þörf er á tilsögn en gert er ráð fyrir að nemendum hafi öll grunnhugtök í málfræði og setningafræði allvel á valdi sínu.

Æfingar og verkefni, sem nemendum er ætlað að leysa, skipa mestan sett í bókinni en einnig er þar að finna málfræðilegar skilgreiningar auk umfjöllunar um ýmis álitamál sem snerta þróun tungumálsins. Efninu er raðað upp eftir orðflokkum og talsvert af vísum og stuttum ljóðum fléttað inn í textann til upplyftingar.

Gunnar Skarphéðinsson kenndi lengi vel íslensku við Verslunarskóla Íslands og hefur áður gefið úr Eddu Snorra Sturlusonar hjá IÐNÚ útgáfu.

 • Höfundur: Gunnar Skarphéðinsson

 • Útgáfuár: 2018

 • 113 bls. / ISBN 9789979674658

Leiðslubók – Stuttur leiðarvísir um íslenskar miðaldabókmenntir

kr. 2.020

Markmiðið með leiðarvísi sem þessum er að skýra í stuttu máli uppruna og einkenni íslenskra fornrita og lýsa þeim aðstæðum þar sem þau urðu til. Að baki liggur sú hugsun að nemendum sé hollara að lesa bókmenntir heldur en skrif um bókmenntir.

Rit sem þetta ætti því að nýtast vel framhaldsskólanemum eða öðrum þeim sem fást við fornritalestur, en þurfa á að að halda stuttum inngangi um sögulegt samhengi.

 • Höfundur: Jón Árni Friðjónsson

 • Útgáfuár: 1997

 • 78 bls. / ISBN 9799798317827

Lestu betur – Leskaflar

kr. 5.345

Markmiðið með ritinu Lestu betur er að þjálfa lestur og minni til þess að bóklestur gangi skjótar og verði árangursríkari. Bækurnar eru tvær: Leskaflar og Vinnubók.

Í 24 fróðlegum og skemmtilegum köflum reynir lesandinn sífellt að auka leshraðann; og fjölbreytileg verkefni, sem fylgja, stuðla að því að auka einbeitingu hans og minni.

Höfundar verksins eru báðir kennarar og hafa þjálfað fólk í lestri á fjölmörgum námskeiðum undanfarin ár með feikigóðum árangri. Bókunum, sem komu fyrst út 1994, fylgir kennaramappa með glærum.

 • Höfundar: Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson

 • Útgáfuár: 1994

 • 227 bls. / ISBN 9789979830863

Lestu betur – Vinnubók

kr. 3.920

Markmiðið með ritinu Lestu betur er að þjálfa lestur og minni til þess að bóklestur gangi skjótar og verði árangursríkari.

Bækurnar eru tvær: Leskaflar og Vinnubók.

Í 24 fróðlegum og skemmtilegum köflum reynir lesandinn sífellt að auka leshraðann; og fjölbreytileg verkefni, sem fylgja, stuðla að því að auka einbeitingu hans og minni.

 • Höfundar: Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson

 • Útgáfuár: 1999

 • 73 bls. / ISBN 9789979670148

Lestu nú – Leskaflar

kr. 4.590

Kennsluefni hliðstætt Lestu betur bókunum til að þjálfa lestur og minni, en einkum ætlað fyrir grunnskóla.

 • Höfundar: Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson

 • Útgáfuár: 1997

 • 153 bls. / ISBN 9789979831853

Lestu nú – Vinnubók

kr. 2.940

Kennsluefni hliðstætt Lestu betur bókunum til að þjálfa lestur og minni, en einkum ætlað fyrir grunnskóla.

 • Höfundar: Fjölnir Ásbjörnsson og Guðni Kolbeinsson

 • Útgáfuár: 1997

 • 160 bls. / ISBN 9789979831860

Ljóð í tíunda

kr. 1.520

Þetta kver er eins og nafnið bendir til sniðið fyrir síðasta bekk grunnskólans.

Það skiptist í tólf kafla og fjalla fyrstu sjö þeirra um bragfræði. Í næstu köflum er vikið að bragarháttum, hefðbundnum ljóðum og óbundnum, boðskap ljóða og innihaldi, myndmáli og stílbrögðum. Lokakaflinn er greiningarlykill fyrir nemendur til að vinna eftir þegar þeir greina ljóð.

Sá sem kann þetta kver á að vera fær um að leysa með sóma ljóða- og bragfræðiþátt samræmdu prófanna.

 • Höfundur: Ragnar Ingi Aðalsteinsson

 • Útgáfuár: 1998

 • 58 bls. / ISBN 9789979831952

Máltækni

kr. 3.240

Þessi bók er eins konar handbók til leiðbeiningar um málbeitingu. Í henni er drepið á ýmis álitamál og atriði sem skoðanir eru skiptar um og ætti því að örva lesendur til að hugsa frekar um íslenska málstefnu og þróun íslenskrar tungu.

Þá eru í ritinu fjöldi beygingardæma og skrár um ýmis málfarsleg atriði.

 • Höfundur: Kristján Eiríksson

 • Útgáfuár: 1990

 • 112 bls. / ISBN 9789979806769

Málþekking – Málfræði fyrir fornám og hægferðir

kr. 2.370

Þessi bók er einkum ætluð þeim nemendum í framhaldsskóla sem hafa ekki náð nógu góðu valdi á íslenskri málfræði. Hún er stutt yfirlit yfir orðflokkana og tekur á nokkrum þáttum málnotkunar.

Í upphafi hvers kafla eru sett fram skýr kunnáttumarkmið og kaflanum lýkur á nokkrum spurningum sem vísa til markmiðanna.

 • Höfundar: Helga Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Sigtryggsdóttir

 • Útgáfuár: 1996

 • 69 bls. / ISBN 9789979831877

Ögn um hljóðfræði

kr. 3.000

Kveri þessu er ætlað að gefa framhaldsskólanemum auðskiljanlega mynd af flóknu fyrirbæri, íslenskum málhljóðum og íslenskum framburði.

Mörg verkefni eru í bókinni.

 • Höfundur: Sigurborg Hilmarsdóttir

 • Útgáfuár: 1994

 • 71 bls. / ISBN 9789979830788

Orðagaldur

kr. 6.180

 

Efni þessarar bókar er í samræmi við nýja námskrá menntamálaráðuneytisins og er ætlað til kennslu í byrjendaáföngum í íslensku á framhaldsskólastigi.

 

 • Höfundar: Brynja Baldursdóttir og Hallfríður Ingimundardóttir

 • Útgáfuár: 2003

 • 256 bls. / ISBN 9789979671008