Leiðarvísir um málfar

kr. 3.080

Þetta hefti er einkum ætlað nemendum í framhaldsskólum til leiðbeiningar og þjálfunar í ýmsum málfarslegum efnum. Reynt hefur verið að velja þætti þar sem einna mest þörf er á tilsögn en gert er ráð fyrir að nemendum hafi öll grunnhugtök í málfræði og setningafræði allvel á valdi sínu.

Æfingar og verkefni, sem nemendum er ætlað að leysa, skipa mestan sett í bókinni en einnig er þar að finna málfræðilegar skilgreiningar auk umfjöllunar um ýmis álitamál sem snerta þróun tungumálsins. Efninu er raðað upp eftir orðflokkum og talsvert af vísum og stuttum ljóðum fléttað inn í textann til upplyftingar.

Gunnar Skarphéðinsson kenndi lengi vel íslensku við Verslunarskóla Íslands og hefur áður gefið úr Eddu Snorra Sturlusonar hjá IÐNÚ útgáfu.

  • Höfundur: Gunnar Skarphéðinsson

  • Útgáfuár: 2018

  • 113 bls. / ISBN 9789979674658

Category: SKU: IS-00830

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: IS-00830

Senda fyrirspurn