Góð næring – betri árangur

kr. 5.990

Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir, hreyfingu eða aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringartengda þekkingu sína óháð því hvaða grein þeir stunda og á hvaða stigi þeir eru. Í því felst að velja hollari fæðu sem mætir orku- og næringarþörf við mismunandi aðstæður.

Í bókinni eru hagnýtar upplýsingar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringarfræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar og ekki síst foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta haft gagn og gaman af bókinni.

Bókin er gefin út með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíuhjálp IOC.

„Aðgengileg og auðlesin bók, góður grunnur um næringarfræði. Góð eign fyrir þá sem vilja bæta við sig.“

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

  • Höfundar: Fríða Rún Þórðardóttir

  • Útgáfuár: 2014

  • 200 bls. / ISBN 9789979673514

Category: SKU: ZJ-00224

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: ZJ-00224

Additional information

Þyngd 500 kg

Senda fyrirspurn