Verkefnin eru samin af Fríðu Rún Þórðardóttur næringarfræðingi, höfundi bókarinnar Góð næring, betri árangur í íþróttum og heilsurækt. Þeim er ætlað að hjálpa kennurum og leiðbeinendum að nýta bókina sem best við kennslu og gefa dæmi um spurningar sem hægt er að leggja fyrir nemendur samhliða yfirferð á bókinni sem og hvernig hafa má hana til prófs.

Verkefnin nýtast einnig þeim sem lesið hafa bókina en vilja bæta næringarlega þekkingu sína enn frekar með því að svara spurningunum.

Vonandi koma verkefnin að góðum notum fyrir sem flesta og styðja enn frekar við þá þekkingu sem fólk aflar sér við lestur bókarinnar sjálfrar.

Verkefni Góð næring - betri árangur
Verkefni Góð-næring-betri-árangur

Góð næring – betri árangur

kr. 5.015

Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir, hreyfingu eða aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringartengda þekkingu sína óháð því hvaða grein þeir stunda og á hvaða stigi þeir eru. Í því felst að velja hollari fæðu sem mætir orku- og næringarþörf við mismunandi aðstæður.

Í bókinni eru hagnýtar upplýsingar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringarfræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar og ekki síst foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta haft gagn og gaman af bókinni.

Bókin er gefin út með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíuhjálp IOC.

„Aðgengileg og auðlesin bók, góður grunnur um næringarfræði. Góð eign fyrir þá sem vilja bæta við sig.“

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

  • Höfundar: Fríða Rún Þórðardóttir

  • Útgáfuár: 2014

  • 200 bls. / ISBN 9789979673514