fbpx

Þjónn verður leiðtogi

Þjónn verður leiðtogi

kr. 2.940

Þjónandi leiðtogi er fyrst þjónn … Þetta hefst með þeirri náttúrulegu kennd að vilja að þjóna, þjóna fyrst. Síðan veldur meðvitað val því að maður vill taka forystu. Gera verður skarpan greinarmun á þessari manneskju og þeirri sem er fyrst leiðtogi, ef til vill vegna þarfarinnar til að svala óvanalega mikilli valdalöngun eða til að komast yfir efnisleg gæði. Hjá slíkri manneskju mun valið um að þjóna koma síðar, eftir að hún er komin í leiðtogastöðu. Þetta eru tvær andstæðar manngerðir, sá sem er fyrst leiðtogi og sá sem er fyrst þjónn.

– Robert K. Greenleaf, Þjónn verður leiðtogi

Vörulýsing

Höfundur Robert K. Greenleaf

Þýðandi: Robert Jack

Árið 1970 gaf Robert K. Greenleaf út rit sitt The Servant as Leader sem hér birtist í íslenskri þýðingu undir heitinu Þjónn verður leiðtogi. Í bókinni lýsir Robert K. Greenleaf grunnhugmyndum sínum um þjónandi forystu á kraftmikinn og ljóðrænan hátt. Hann skilgreinir þjónandi forystu, veitir innsýn í hugmyndafræðina og varpar fram dæmum sem sýna hvernig þjónandi forysta birtist í samfélaginu og í daglegum störfum stjórnenda og leiðtoga.

Hugmyndir þjónandi forystu eru valkostur fyrir þá sem vilja nálgast forystu og stjórnun með öðrum hætti en hefðbundið er. Útgáfa bókarinnar hér á landi er mikilvægur áfangi í starfi Þekkingaseturs um þjónandi forystu sem hefur það hlutverk að kynna og þróa hugmyndir Roberts K. Greenleaf um þjónandi forystu.

2018 – Þekkingasetur um þjónandi forystu / IÐNÚ útgáfa

ISBN: 978-9979-67-450-4

Bls: 105