Showing all 9 results

Tilboð

Bókin um vefinn

kr. 3.140 kr. 2.990

Bókin er hugsuð sem handbók fyrir þá sem sinna vefstjórn, reynda vefstjóra sem og nýliða í vefumsjón. Vefstjórar hafa orðið út undan þegar kemur að fræðslu í vefgeiranum, jafnt hér á landi sem erlendis. Þörfin er hins vegar mikil þar sem vefstjórnendur fá yfirleitt vefinn í fangið án nauðsynlegrar þjálfunar og fræðslu. Bókin um vefinn er viðleitni til að mæta þessari þörf.

Sigurjón Ólafsson, höfundur bókarinnar, hefur unnið við vefstjórn frá 1997. Hann rekur eigin ráðgjöf, Fúnksjón, kennir við Háskóla Íslands og miðlar fróðleik um vefmál á funksjon.net. Samstarfsaðili Sigurjóns við gerð bókarinnar er Hugsmiðjan og Vefakademía Hugsmiðjunnar.

 • Höfundur: Sigurjón Ólafsson

 • Útgáfuár: 2015

 • 187 bls. / ISBN 9789979673682

Gagnasafnsfræði og SQL

kr. 4.665

Í dag byggjast langflest rafræn gagnasafnskerfi á hugmyndum sem komu fram í kringum 1970 og eru oft nefnd vensluð gagnasafnskerfi. Þau byggjast á því að gögn eru flokkuð saman í svokölluð einindi sem aftur tengjast innbyrðis og er þá talað um að gögnin séu vensluð.

Markmið þessarar bókar er að kynna undirstöðuatriði gagnasafnsfræðinnar og jafnframt notkun á SQL, sem er það tungumál sem við verðum að skilja til þess að geta unnið með gögn og gagnagrunna.

 • Höfundur: Sigurður Ragnarsson

 • Útgáfuár: 2003

 • 170 bls. / ISBN 9789979671305

Grafísk miðlun – Forvinnsla, prentun, frágangur

kr. 6.990

Hér er á ferðinni ítarlegt verk um grafíska vinnslu, allt frá því að hugmynd kviknar og þar til prentgripur lítur dagsins ljós. Þetta er tilvalin bók fyrir áhugafólk, nemendur og þá sem hafa starfað lengur eða skemur við prentframleiðslu, grafíska hönnun eða auglýsingagerð.

Auk þess að vera ríkulega myndskreytt hefur bókin að geyma aragrúa skýringarmynda og ítarlegan orðalista yfir grafísk hugtök og heiti.

Höfundarnir Kaj Johansson, Peter Lundberg og Robert Ryberg eru sænskir og hafa umfangsmikla reynslu af störfum við prentframleiðslu og á auglýsingastofum. Bókin kom fyrst út í Svíþjóð árið 1996, en hefur síðan verið endurskoðuð og þýdd á fjölmörg tungumál.

 • Höfundar: Kaj Johansson, Peter Lundberg og Robert Ryberg

 • Íslensk þýðing: Jóna Dóra Óskarsdóttir.

 • Útgáfuár: 2008

 • 446 bls. / ISBN 9789979671756

Java – Kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla

kr. 3.955

Þessi bók er til þess gerð að styðja byrjendur í forritun fyrstu skrefin. Hún hentar bæði til sjálfsnáms og sem kennsluefni fyrir forritunaráfangana TÖL 103 og TÖL 203 eins og þeim er lýst í nýlegri námskrá fyrir framhaldsskóla. Bókinni er ekki ætlað að gera forritunarmálinu Java tæmandi skil. Hún hefur þann eina tilgang að þjálfa byrjendur í undirstöðuatriðum forritunar.

 • Höfundur: Atli Harðarson

 • Útgáfuár: 2000

 • 271 bls. / ISBN 789979670827

Letur og mynd

kr. 2.560

Bók þessi, kennslubók í týpógrafíu og grafískri hönnun, hefur að geyma náms- og kennsluefni fyrir áfangann MTG103 í grunnnámi á upplýsinga- og fjölmiðlabraut. Henni er ætlað að mæta þörf nemenda og kennara fyrir aðgengilegt efni til náms og kennslu í byrjunaráfanga á þessu sviði.

Bókin er þannig uppbyggð að með verkefnum og útskýringum muni nemandanum smátt og smátt aukast færni og þekking á þessu tvíþætta fagi sem bókin spannar. Markmiðið er að nemandinn geti greint samspil leturs og myndar á tvívíðum fleti.

 • Höfundar: Bjargey Gígja Gísladóttir og Torfi Jónsson

 • Útgáfuár: 2003

 • 80 bls. / ISBN 9789979671237

Síðasta skólatöskukynslóðin

kr. 3.990

Sú kynslóð nemenda sem nú elst upp, lifir og hrærist í breyttum heimi þar sem tæknin er allsráðandi. Því mætti kalla þessa nemendur síðustu skólatöskukynslóðina því þetta er að öllum líkindum síðasta kynslóð nemenda sem þarf að koma með skólatösku í skólann. Í framtíðinni má búast við að mikið af þeim upplýsingum sem nemendur nota verði að finna í snjalltækjum en ekki í áþreifanlegum kennslubókum, vinnublöðum eða greinum af bókasafninu. Kennarar þurfa því að taka þessum breytingum með opnum huga og vera tilbúnir að tileinka sér nýjan hugsunarhátt í kennslu.

 • Höfundar: Zachary Walker, Kara Rosenblatt og Donald McMahon

 • Útgáfuár: 2018

 • 186 bls. / ISBN 9789979674672

Tölvufræði – kennslubók fyrir framhaldsskóla

kr. 3.240

Árið 2000 gaf Iðnú út bókina Java – kennslubók í forritun fyrir framhaldsskóla. Sú bók var samin sem kennslubók í forritun fyrir áfangana TÖL 103 og TÖL 203 eins og þeim er lýst í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Í þessum áföngum á, samkvæmt námskránni, að kenna fleira en forritun því þar á einnig að kynna nokkur meginatriði og undirstöðuhugtök tölvufræðinnar. Um það er fjallað í þessari bók.

 • Höfundur: Atli Harðarson

 • Útgáfuár: 2001

 • 119 bls. / ISBN 789979670834

Þjónn verður leiðtogi

kr. 2.940

Árið 1970 gaf Robert K. Greenleaf út rit sitt The Servant as Leader sem hér birtist í íslenskri þýðingu undir heitinu Þjónn verður leiðtogi. Í bókinni lýsir Robert K. Greenleaf grunnhugmyndum sínum um þjónandi forystu á kraftmikinn og ljóðrænan hátt. Hann skilgreinir þjónandi forystu, veitir innsýn í hugmyndafræðina og varpar fram dæmum sem sýna hvernig þjónandi forysta birtist í samfélaginu og í daglegum störfum stjórnenda og leiðtoga.

Hugmyndir þjónandi forystu eru valkostur fyrir þá sem vilja nálgast forystu og stjórnun með öðrum hætti en hefðbundið er. Útgáfa bókarinnar hér á landi er mikilvægur áfangi í starfi Þekkingaseturs um þjónandi forystu sem hefur það hlutverk að kynna og þróa hugmyndir Roberts K. Greenleaf um þjónandi forystu.

Útgefandi: Þekkingasetur um þjónandi forystu í samstarfi við IÐNÚ útgáfu.

 • Höfundur Robert K. Greenleaf

 • Þýðandi: Robert Jack

 • Útgáfuár: 2018

 • 155 bls. / ISBN 9789979674504