Showing 17–32 of 35 results

Töflubók fyrir málm- og véltækni

kr. 8.400

Í bókinni er að finna helstu upplýsingar sem gagnast fagmönnum í málm- og véltæknigreinum í daglegu starfi. Bókin hentar því vel sem uppsláttarrit en einnig sem stuðningur í kennslu.

 

 • Höfundar: Dietmar Falk, Peter Krause og Gunther Tiedt

 • Þýðendur: Emil Gautur Emilsson, Guðmundur Guðlaugsson, Halldór Vilhjálmsson, Kristján Guðlaugsson, Ólafur Gunnarsson, Reynir Vilhjálmsson og Sigurborg Jónsdóttir

 • Útgáfuár: 2004

 • 416 bls. / ISBN 9789979671491

Vatnsaflsvirkjanir

kr. 4.955

Markmið bókarinnar er að auka þekkingu og skilning á rekstri vatnsaflsvirkjana.

 • Höfundur: Björgvin Þór Jóhannsson

 • Útgáfuár: 2010

 • 127 bls. / ISBN 9789979672449

VEFBÓK – Vinnuvernd / vitund – varnir – viðbrögð

kr. 3.330kr. 4.320

Ný og uppfærð útgáfa 2019

Tilgangurinn með þessari vefbók í vinnuvernd er fyrst og fremst að taka saman á einn stað þá grundvallarþekkingu sem fólk þarf að tileinka sér til að geta leyst störf sín á öruggan hátt.

Allir ættu að láta sig vinnuvernd varða og því er almenn kunnátta á hugtökum, hættum og aðferðum til úrbóta nauðsynleg svo draga megi úr áhættu á vinnustað.

Vinnuvernd og öryggi eru umfangsmikil fræði en í þessari vefbók er leitast við að setja efnið fram á einfaldan og skýran hátt. Auk þess er í vefbókinni fjöldi ljósmynda og teikninga og gagnvirkar æfingar fylgja hverjum kafla.

Í vefbókinni eru að finna:

 • 14 myndbönd
 • 126 myndir og töflur
 • 78 orðskýringar
 • 10 gagnvirkar æfingar

Kaupendur ganga frá pöntun og greiða í vefverslun. Þá fá þeir sendan tölvupóst til sín með veflykli til að virkja vefbókina sem þeir voru að kaupa og leiðbeiningum um hvernig þeir stofna sér aðgang og virkja veflykilinn. Athugið að tölvupósturinn gæti lent í „Ruslpósti“ (Junk mail)

Vélar og vélbúnaður 1

kr. 7.740

Bókin fjallar um undurstöðu vélfræðinnar, öll kerfi véla og ýmsan vélbúnað sem tengist dælingu, gírum, skrúfubúnaði skipa, gangsetningu véla, verkfærum og vökvakerfi.

Hún hentar mjög vel fyrir byrjendur sem eru að hefja nám í vélfræðigreinum sem tengjast vélstjórn, bifvélavirkjun og málmiðngreinum. Aftast í bókinni eru yfir 200 spurningar um námsefnið.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2013

 • 191 bls. / ISBN 9789979673347

Vélar og vélbúnaður 2

kr. 7.740

Í bókinni er fjallað um ýmis vélkerfi, t.d. eldsneytis-, smurolíu-, útblásturs- og háhita- og lághitakælivatnskerfi. Einnig er tölvustýrðu eldsneytiskerfi, svartolíubrennslu og skilvindum gerð ítarleg skil. Þá er að nokkru fjallað um uppbyggingu stærri fjórgengis- og tvígengisdísilvéla.

Bókin hentar vel fyrir nemendur sem hafa lokið grunnnámi í vélstjórn og málmiðngreinum. Aftast í bókinni eru spurningar um námsefnið.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið fyrir bókina. 

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2014

 • 192 bls. / ISBN 9789979673354

Vélar og vélbúnaður 3

kr. 7.740

Skipavélar og vélbúnaður

Vélbúnaður í stærri skipum

Í þessari kennslubók er fjallað um stórvélar í skipum og varastöðvar fyrir raforku. Bókin lýsir uppbyggingu fjórgengis- og tvígengisvéla nútímans en fjallar auk þess um ritmyndir, skilvindukerfi, vatns- og loftræstikerfi og ítarlega um afgas- og skolloftskerfi. Þá er sagt frá tölvustýrðu eldsneytiskerfi í stórvélum sem og frá vaktreglum og eftirliti í vélarúmi og umhirðu vélakerfa.

Bókin hentar vel fyrir nemendur sem eru lengra komnir í þeim fræðum sem tengjast ýmsum vélbúnaði þó að hún sé sniðin að áfanganum VST 403.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2014

 • 195 bls. / ISBN 9789979673361

Vélfræði – VST 1036

kr. 3.530

Bókin er gefin út af Vélskólaútgáfunni en prentuð í Prentstofu IÐNÚ og dreift af IÐNÚ, bókaútgáfu.

 

 • Höfundur: Einar G. Gunnarsson

 • Útgáfuár: 1995

 • 85 bls. / ISBN 9789979670292

Vélfræði 2

kr. 5.760

Í þessari bók er fjallað um eðlisfræðilega eiginleika efna og margs konar útreikninga á því sviði. Sem dæmi má nefna hvernig skipsbolur hagar sér í vatni eða efnahvarfið sem verður við bruna kolvetnis og vinnslu olíu. Enn fremur er fjallað um brunaaflið og nýtingu þess, orku og nýtingu vatnseims í ýmsum gerðum katla, hvernig skipskrúfa nýtist til framdriftar skips og eiginleika dælukerfa.

Bókin hentar vel fyrir nemendur í vélstjórn sem og í málm- og tæknigreinum þótt hún sé sniðin að áfanganum VFR213.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2015

 • 114 bls. / ISBN 9789979673866

Vélfræði 3

kr. 7.600

Í þessari bók er fjallað um undirstöðu vélfræðinnar og ýmis vélkerfi sem tilheyra díselvélum. Einnig er tölvustýrðu eldsneytiskerfi og skilvindum gerð ítarleg skil. Fjallað er um þrýstivatnskerfi, gangsetningu véla, skrúfubúnað og skutlegur. Að lokum er fjallað ítarlega um vökvaþrýstikerfi.

Bókin hentar vel fyrir nemendur í vélstjórn sem og í málmiðngreinum og bifvélavirkjun.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2016

 • 220 bls. / ISBN 9789979674146

Vélfræði í VST-2048

kr. 3.530

Bókin er gefin út af Vélskólaútgáfunni en prentuð í Prentstofu IÐNÚ og dreift af IÐNÚ, bókaútgáfu.

 • Höfundur: Einar G. Gunnarsson

 • Útgáfuár: 1996

 • 100 bls. / ISBN 9789979670308

Vélgæsla

kr. 6.925

Bókin Vélgæsla er ætluð fyrir námskeið vélavarða. Í henni er fjallað um brunavélar, vélbúnað og rafmagnsfræði. Bókin gæti einnig hentað vel fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína á þessu sviði með lestri á eigin vegum.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2019

 • ISBN: 978-9979-67-469-6 / 173 bls.

 

Verkefni fyrir EFM 102

kr. 1.715

EFNISYFIRLIT
Frumefni
Hrájárnsframleiðsla
Stálframleiðsla
Steypujárn
Stáltegundir
Blandað stál
Ryðfrítt stál
Staðlar
Harðmálmar
Aðrir málmar en stál
Lóðun
Demantur
Plast
Gúmmí
Aukaverkefni fyrir plast
Aukaverkefni fyrir stál
Önnur verkefni

 • Höfundur: Viðar Rósmundsson

 • Útgáfuár: 1999

 • 35 bls. / ISBN 9789979670186