Showing 17–32 of 72 results

GLØD – ny og ældre litteratur i historisk perspektiv

kr. 4.195

GLØD er kennslubók í dönsku fyrir 3. þrep í framhaldsskólum, en hún á einnig erindi við alla sem hafa áhuga á dönskum bókmenntum og menningu.

Í bókinni er að finna safn smásagna, ljóða og stuttra esseyja sem hafa valdið straumhvörfum í dönskum bókmenntum. Textarnir eru valdir með það í huga að þeir kveiki áhuga nemenda á norrænum bókmenntum og efli jafnframt skilning þeirra á þeim í sögulegu samhengi. Í því skyni inniheldur bókin stutta kynningu á höfundum, örstutt ágrip af bókmenntasögu og myndskreytta tímalínu sem tengir textana á myndrænan hátt.

Smelltu hér til að skoða verkefni sem tengjast bókinni.

 

 • Ritstjórar: Randi Benedikte Brodersen, Brynja Stefánsdóttir og Jens Monrad

 • Útgáfuár: 2016

 • 198 bls. / ISBN 9788979674153

GNIST – ny litteratur på dansk

kr. 3.980

GNIST er kennslubók í dönsku fyrir 1. þrep í framhaldsskólum, en hún á einnig erindi við alla sem hafa áhuga á dönskum bókmenntum og menningu.

Hún samanstendur af 25 stuttum textum, tveimur teiknimyndasögum og 23 myndskreytingum. Höfundar smásagnanna koma frá Danmörku, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en allar sögurnar eru skrifaðar á dönsku.

Smásögurnar fjalla um ýmis málefni sem koma ungu fólki við.Lesa má smásögurnar í þeirri röð sem þær birtast í bókinni eða í hvaða röð sem er, en leitast er við að auðveldustu textarnir séu fremst í bókinni en þeir þyngri aftast.

Smelltu hér til að skoða verkefni sem tengjast bókinni.

 • Ritstjórar: Randi Benedikte Brodersen, Brynja Stefánsdóttir og Jens Monrad

 • Útgáfuár: 2016

 • 150 bls. / ISBN9788979673941

Gunnlaugs saga ormstungu

kr. 3.145

Útgáfa fyrir nemendur í grunnskóla með ítarlegum orðskýringum og verkefnum.

 • Ragnar Ingi Aðalsteinsson annaðist útgáfuna.

 • Útgáfuár: 2009

 • 151 bls. / ISBN 9789979806493

Tilboð

Hænsna-Þóris saga

kr. 2.805 kr. 690

Hænsna-Þóris saga fjallar um átök sem verða þegar hey þrýtur á miðjum vetri og harðindi sverfa að sauðfjárbændum. Harðvítugar deilur leiða af sér hvert voðaverkið eftir annað. Sagan lýsir hinum ýmsu skapgerðarþáttum mannanna, svo sem illsku, öfund, græðgi, hefnigirni og heigulshætti en einnig heiðarleika, sanngirni, þreki, þori og tryggð. Inn í þetta fléttast líka saga af ástinni sem undir lokin á sinn þátt í að skapa aftur frið í sveitinni.

Þessi útgáfa er að mestu miðuð við þarfir skólafólks. Orðskýringar eru margar og ítarlegar og köflunum fylgja ýmiss konar verkefni sem eiga að stuðla að auknum skilningi á efni sögunnar en jafnframt að örva hugmyndaflug og sköpunargáfu.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

 • Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson

 • Útgáfuár: 2012

 • 108 bls. / ISBN 9789979673125

Hrafnkels saga Freysgoða

kr. 1.615

Skólaútgáfa með skýringum og verkefnum.

Þetta er 7. prentun bókarinnar en hún kom áður út hjá IÐUNNI.

 • Óskar Halldórsson tók saman.

 • Útgáfuár: 1999

 • 61 bls. / ISBN 9789979670087

Hrafnkels saga Freysgoða – kort og gönguleiðir

kr. 1.175

Í þessari útgáfu Hrafnkels sögu er fléttað saman sögutexta og ýmsum áhugaverðum upplýsingum sem gerir ferðalag á söguslóðir bæði auðvelt og spennandi.

Auk sögutextans sjálfs, sem er myndskreyttur af Pétri Behrens, er í bókinni að finna ítarefni eftir Dagnýju Indriðadóttur sem varpar ljósi á samfélagsmynd sögutímans. Þá hafa verið unnin ítarleg kort sem gera lesendum og ferðalöngum kleift að glöggva sig nánar á staðháttum, hvar söguskilti og gönguleiðir er að finna og hvernig best megi haga ferðum með tilliti til áhuga, getu og langana þeirra sem leggja upp í ferð um söguslóðirnar.

 • Dagný Indriðadóttir tók saman

 • Útgáfuár: 2009

 • 104 bls. / ISBN 9789979672418

Íslensk málfræði handa grunn- og framhaldsskólum

kr. 1.690

Kennslubók í íslenskri málfræði sem hefur verið kennd í grunn- og framhaldsskólum.

Þetta er 5. útgáfa bókarinnar frá árinu 1958 (17. prentun).

Eiríkur Hreinn Finnbogason annaðist útgáfuna.

 

 • Höfundur: Björn Guðfinnsson

 • Útgáfuár: 1999

 • 118 bls. / ISBN 9789979670117

Íslenska – sjálfsagt mál

kr. 7.490

Þetta er kennslubók í íslensku fyrir erlenda nemendur. Hún er ætluð nemendum sem lært hafa íslensku í u.þ.b. tvær annir og eru að hefja íslenskunám á 3. önn í framhaldsskóla. Í bókinni er lögð áhersla á að auka orðaforða nemenda og að þeir geti þekkt mismunandi orðalag og orðatiltæki í íslensku og náð merkingarlegu samhengi í léttum eða meðalþungum texta.

Rifjuð eru upp nokkur grundvallaratriði í málfræði jafnframt því sem fleiri bætast við. Mikil áhersla er lögð á að nemendur nái leikni í að nýta kunnáttu sína og því fylgja verkefni hverjum kafla.

 • Höfundur: Þórunn Halla Guðlaugsdóttir

 • Útgáfuár: 2012

 • 156 bls. / ISBN 9789979672548

Íslenska vísar veginn

kr. 7.025

Þetta er kennslubók í íslensku fyrir nemendur af erlendu þjóðerni sem búsettir eru á Íslandi og einnig íslenska nemendur sem ekki hafa alist upp í íslensku málumhverfi.

Með námsefninu er leitast við að þjálfa nemendur í íslensku ásamt því að efla menningarfærni sem jafnframt stuðli að félagslegri vellíðan nemenda. Lögð er áhersla á að setja námsefnið fram á myndrænan hátt til að auðvelda nemendum námið. Málfræðiatriði sem kunna að verða lögð inn eru ívaf í setningar sem vaxa smátt og smátt að þyngd hvað orðaforða og uppbyggingu varðar.

 • Höfundur: Þórunn Halla Guðlaugsdóttir

 • Útgáfuár: 2011

 • 139 bls. / ISBN 9789979672968

Íslenskar bókmenntir 1550-1900

kr. 4.620

Þetta er íslensk bókmenntasaga frá siðaskiptum til loka 19. aldar þar sem meginþættir íslenskra bókmennta eru útskýrðir. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera hjálpartæki fyrir nemendur svo að þeir skilji betur það hugmyndalega umhverfi sem bókmenntir verða til í.

Til að auðvelda lesanda þessi tengsl við fortíðina fléttar höfundurinn margvíslegu þjóðsagnaefni inn í frásögn sína í bland við aðra bókmenntatexta tímabilsins.

 • Höfundur: Kristinn Kristjánsson

 • Útgáfuár: 1996

 • 133 bls. / ISBN 9789979831525

Íslenskar bókmenntir til 1550

kr. 3.545

Þessi bók kom fyrst út árið 1976 og hér er um endurútgáfu að ræða. Eins og höfundar greina frá í aðfaraorðum er ritið „hugsað sem rammi eða beinagrind þar sem sögð eru stutt deili á helstu bókmenntagreinum tímabilsins“.

Bókin er að mestu efnislega óbreytt frá fyrri útgáfu, en hefur verið aukin af myndefni og ritaskrám.

 • Höfundar: Baldur Jónsson, Indriði Gíslason og Ingólfur Pálmason

 • Útgáfuár: 1997

 • 123 bls. / ISBN 9789979831792

Kjalnesinga saga

kr. 2.875

Skólaútgáfa með skýringum og verkefnum ásamt litprentuðu korti af sögusviði.

Myndskreyting eftir Hauk Halldórsson.

 • Jón Böðvarsson tók saman.

 • Útgáfuár: 1985

 • 120 bls. / ISBN 9789979806677

Leiðarvísir um málfar

kr. 2.490

Þetta hefti er einkum ætlað nemendum í framhaldsskólum til leiðbeiningar og þjálfunar í ýmsum málfarslegum efnum. Reynt hefur verið að velja þætti þar sem einna mest þörf er á tilsögn en gert er ráð fyrir að nemendum hafi öll grunnhugtök í málfræði og setningafræði allvel á valdi sínu.

Æfingar og verkefni, sem nemendum er ætlað að leysa, skipa mestan sett í bókinni en einnig er þar að finna málfræðilegar skilgreiningar auk umfjöllunar um ýmis álitamál sem snerta þróun tungumálsins. Efninu er raðað upp eftir orðflokkum og talsvert af vísum og stuttum ljóðum fléttað inn í textann til upplyftingar.

Gunnar Skarphéðinsson kenndi lengi vel íslensku við Verslunarskóla Íslands og hefur áður gefið úr Eddu Snorra Sturlusonar hjá IÐNÚ útgáfu.

 • Höfundur: Gunnar Skarphéðinsson

 • Útgáfuár: 2018

 • 113 bls. / ISBN 9789979674658

Leiðslubók – Stuttur leiðarvísir um íslenskar miðaldabókmenntir

kr. 2.020

Markmiðið með leiðarvísi sem þessum er að skýra í stuttu máli uppruna og einkenni íslenskra fornrita og lýsa þeim aðstæðum þar sem þau urðu til. Að baki liggur sú hugsun að nemendum sé hollara að lesa bókmenntir heldur en skrif um bókmenntir.

Rit sem þetta ætti því að nýtast vel framhaldsskólanemum eða öðrum þeim sem fást við fornritalestur, en þurfa á að að halda stuttum inngangi um sögulegt samhengi.

 • Höfundur: Jón Árni Friðjónsson

 • Útgáfuár: 1997

 • 78 bls. / ISBN 9799798317827