Kveikjan að þessari kennslubók var brýn þörf mín og nemenda minna fyrir hentugt kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga sem komnir eru á 4. eða 5. önn í framhaldsskóla. Ætlunin með þessum textum er einkum að bæta orðaforða nemendanna og einnig að veita þeim ofurlitla innsýn í líf dæmigerðra Íslendinga.
Í bókinni eru ekki nein eiginleg málfræðiverkefni en hins vegar er fyrri hluti hennar allur hafður í nútíð og mestallur seinni hlutinn í þátíð. Bókin samanstendur af 15 köflum og er nýtt þema kynnt til sögunnar í hverjum kafla. Hugmyndin er sú að lesinn sé einn kafli á viku. Í hverjum kafla eru svo þrír textar og hverjum texta fylgja tvö verkefni. Fyrra verkefnið er ætíð orðaforðaverkefni en hið síðara breytilegt.
Bókin er ætluð til upprifjunar á málfræði í fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Lögð er áhersla á að nemendur geti talað um málfræði, lært málfræði og notað sér hana til gagns. Öll málfræði byggir á notkun hugtaka og æfingu í að fara með þau.
Meginefni bókarinnar er orðflokkar og einkenni þeirra og greinarmerkjasetning.
Bókin er ætluð til kennslu í grunnáföngum framhaldsskólanna og skiptist í tvo hluta.
Í fyrri hlutanum er fjallað almennt um setningafræði, s.s. setningarliði, setningarhluta, setningar og málsgreinar, aðalsetningar og aukasetningar, tengingar og greinarmerki.
Síðari hlutinn er aftur um greinarmerki og orðaforða málsins, endurnýjun hans og breytingar á máli og stafsetningu. Þar er m.a. drepið á framburðarbreytingar, tökuorð, nýyrði, nýmerkingar, málstefnu o.fl.
Það er reynsla margra kennara að lesendur verði gjarnan áttavilltir í miklum staðreyndaskógi þar sem þeir þekkja fátt kennileita.
Því er í þessu ágripi fyrst og fremst reynt að draga meginlínur í stuttu máli en þó sagt meira af sumum þeim verkum og höfundum sem venja er að fjalla um í framhaldsskólum. Ekki er hér heldur hirt um að rekja kenningar um bókmenntir og lítið sem ekkert fjallað um æviatriði höfunda.
Þeir kennarar sem láta nemendur lesa þessa bók geta því bætt slíkum upplýsingum við og öðru því sem þeir telja miklu varða.
Höfundar: Kristján Eiríksson og Sigurborg Hilmarsdóttir
Í þessu kveri eru útskýrð algengustu hugtök sem notuð eru við kennslu bókmennta og greiningu þeirra. Eiríkur G. Guðmundsson, skólameistari, hefur um árabil kennt íslenskar bókmenntir í framhaldsskóla og í tengslum við þá kennslu tók hann saman þetta efni fyrir nemendur sína.
Útgáfa þessi er byggð á eldri útgáfu af Brennu-Njáls sögu sem Jón Böðvarsson bjó til prentunar fyrir röskum þremur áratugum.
Fremst er inngangur ritaður af Jóni og þá yfirlit um ættir og vensl helstu sögupersóna.
Orðskýringar eru neðanmáls og hefur verið aukið við þær frá fyrri útgáfu auk þess sem köflum hefur verið valið heiti. Aftast eru verkefni og nafnaskrá.
Bókinni fylgir geisladiskur með ljósmyndum, kortum og öðru myndefni af sögusviði.
Þetta er aukin og endurbætt 2. útgáfa bókarinnar frá árinu 1982.
Fyrri hlutinn hefur að geyma yfirlit yfir danska málfræði, innfyllingaræfingar, létta málfræðistíla og „diktöt“ eða upplestrarstíla. Í síðari hluta bókarinnar eru, auk endursagnaæfinga og þýðingarstíla, 11 innfyllingarkannanir (close-test) á samfelldu máli ásamt lausnum og 23 málfræðikannanir (test) á samfelldu máli og fylgja þeim einnig lausnir.
Bókin kom fyrst út árið 1970 og er þetta 11. prentun 2. útgáfu.
Þetta er ný og endurskoðuð skólaútgáfa Snorra-Eddu.
Hér er Prologus verksins hafður með auk Gylfaginningar og lengstu frásagnarkafla Skáldskaparmála. Þá fylgja örfáir kaflar úr Ynglingasögu með í viðauka.
Textinn er í öllum aðalatriðum færður til nútímastafsetningar og fylgja skýringar bundnu sem óbundnu máli.
Í bókinni eru vísnaskýringar og skrár auk nýs eftirmála um Snorra Sturluson og verk hans.
Með þessari útgáfu fylgir bæði ítarefnishefti, þar sem valdir hafa verið saman textar sem tengjast Eiríks sögu á einhvern hátt, og kennarahefti með kennsluleiðbeiningum sem Ragnar Ingi tók saman.
Kennslubók þessi í textaritun og meðferð texta er samin með hliðsjón af námskrá menntamálaráðuneytisins fyrir nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum sem gefin var út árið 2001.
Efni bókarinnar er hluti af grunnnámi á upplýsinga- og fjölmiðlabraut.
Höfundar: Dóróthea J. Siglaugsdóttir og Guðlaugur R. Guðmundsson
GLIMT er kennslubók í dönsku fyrir 2. þrep í framhaldsskólum, en hún á einnig erindi við alla sem hafa áhuga á dönskum bókmenntum og menningu.
Í henni má finna 24 stutta texta, eina teiknimyndasögu og 17 myndskreytingar. Höfundar smásagnanna koma frá Danmörku, Íslandi, Grænlandi og Færeyjum en allar sögurnar eru skrifaðar á dönsku.
Smásögurnar fjalla um ýmis málefni sem koma ungu fólki við.Lesa má smásögurnar í þeirri röð sem þær birtast í bókinni eða í hvaða röð sem er, en leitast er við að auðveldustu textarnir séu fremst í bókinni en þeir þyngri aftast.