Inniklæðningar
kr. 1.650Bókin skiptist í tvo hluta: Inniklæðningar úr timbri eða timburafurðum og Klæðningar úr gifsplötum.
Þýðandi: Þorgeir Sveinsson
Útgáfuár: 2005
74 bls. / ISBN 9789979671602
Showing 17–32 of 43 results
Bókin skiptist í tvo hluta: Inniklæðningar úr timbri eða timburafurðum og Klæðningar úr gifsplötum.
Þýðandi: Þorgeir Sveinsson
Útgáfuár: 2005
74 bls. / ISBN 9789979671602
Bókin skiptist í tvo hluta: Margvísleg trésmíði (gluggar, dyr, skápar, listar, stigar og tröpur o.fl.) og skápainnréttingar.
Þýðendur: Hallgrímur Guðmundsson og Þorgeir Sveinsson
Útgáfuár: 2005
45 bls. / ISBN 9789979671510
Þessi bók um lagnir er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á lagnamálum eða langar til að auka þekkingu sína og skilning á því sviði. Höfundur bókarinnar hefur leitast við að gera bókina þannig úr garði að hún nýtist breiðum hópi fólks; ráðgjöfum, veitumönnum, efnissölum, pípulagningamönnum, lagnafræðinemum í tækni- og háskólum og almennum borgurum.
Í bókinni eru tólf kaflar og fjalla þeir um alla þá þætti sem snerta lagnakerfi mannvirkja, að brunaviðvörunar- og slökkvukerfum undanskildum.
Höfundur: Ragnar Gunnarsson
Útgefandi: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins
Útgáfuár: 2002
117 bls. / ISBN 95690000231525
Fyrir nokkrum árum fengu fræðslunefndir Málarameistarafélags Reykjavíkur og Málarafélags Reykjavíkur í hendur norska bók um málningu innan- og utanhúss. Þessi bók þótti góð að því leiti að hún spannaði yfir flesta þætti iðngreinarinnar og var auk þess skemmtileg í allri framsetningu þar sem myndir lífguðu uppá efnið. Bókin er staðfærð og breytt í samræmi við íslenskar aðstæður.
Höfundur: Asbjörn Gundersen og Dag Kjernsmo
Þýðandi: Rögnvaldur Gíslason
Útgáfuár: 1999
149 bls. / ISBN 9789979670049
Bókin skiptist í þrjá hluta: Undirstöðuatriði, Húsbyggingar og Jarðframkvæmdir og gatnagerð
Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir
Útgáfuár: 2005
118 bls. / ISBN 9789979671657
Bókin skiptist í sjö hluta: Inngang, Mót fyrir hurðir og glugga, Veggjamót, Súlumót, Loftamót, Bitamót og Stigamót.
Þýðandi: Þorgeir Sveinsson
Útgáfuár: 2005
179 bls. / ISBN 9789979671626
Bókin skiptist í 7 kafla:
Almennt um plastefni – Plaströr – Suða plaströra – Spegilsuða – Múffusuða – Rafhituð tengi – Þráðsuða
Líming – Viðauki – Hugtök og skammstafanir tengd plaströrum – Staðlar – Þrýstiprófanir
Höfundur: Starfsfólk röraverksmiðju SET ehf. á Selfossi
Útgáfuár: 2005
36 bls. / ISBN 9789979671640
Bók þessi er úr norskum kennslubókaflokki (Yrkeslære for snekkere) og er ætluð trésmíðanemum. Í tíu köflum eru helstu samsetningarnar kynntar og vinnuaðferðirnar við þær, svo sem geirnegling, töppun, grötun, dílun, límfellingar o.fl. auk skrúfu- og naglfestinga. Enn fremur er fjallað um vinnuaðferðir og vinnslu á smíðaviði. Bókin er einkum hugsuð til kennslu í verktækniáföngum, bóklegum og verklegum.
Höfundar: Henry Brinchmann, Bertil Helin, Tord Jeppsson og Rolf Nordmo
Þýðandi: Hallgrímur Guðmundsson
Útgáfuár: 1991
94 bls. / ISBN 9789979806141
Helstu kaflar: Snjóbræðslukerfi – Geislahitun – Gas og gastæki – Varmadælur, kæliraftar og sólarorka – Rotþrær, siturlagnir, hreinsistöð og lífræn salerni – Brunavarnarkerfi – Heitir pottar og sundlaugar – Lofthita- og loftræsikerfi – Ryksugukerfi – Mælieiningar.
Höfundur: Sigurður Grétar Guðmundsson
Útgáfuár: 2006
62 bls. / ISBN 9789979671763
Tekið saman af Magnúsi Inga Ingvarssyni ásamt Ásmundi Jóhannssyni, Helga Þ. Gunnarssyni, Jóni R. Antonssyni og Magnúsi S. Jónssyni
Útgefandi: Iðnfræðsluráð/Iðnskólaútgáfan
Útgáfuár: 1981
86 bls. / ISBN 9789979830078
Í þessari bók er fjallað um ólíkar gerðir stiga: beinan stiga, kvart- og hálfsnúinn stiga, spindil- og hringstiga en auk þess handlistabeygjur. Bókin skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri er nákvæm útlistun á uppbyggingu þessara ólíku stigagerða, auk teikniverkefna, en í þeim síðari, Stigasmíði – verklegar aðferðir, eru kenndar nokkrar aðferðir til að smíða tréstiga.
Bókin er ætluð til kennslu í tréiðngreinum en ætti jafnframt að gagnast þeim sem vilja læra aðferðir við stigasmíði eða fræðast um samsetningu þeirra.
Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir
Útgáfuár: 2013
106 bls. / ISBN 9789979673286
Bókin fjallar um undirstöðutækni í stýrikerfum og tæknibúnaði lagnakerfa og er ætluð til kennslu í framhaldsskóla. Gerð er stuttlega grein fyrir undirstöðuatriðum reglunartækni og tæki til stýrina kynnt. Fjallað er um aðferðir við jafnvægisstillingar hitakerfa sem er grundvöllur þess að stýring þeirra sé árangursrík.
Höfundur: Sveinn Áki Sverrisson
Útgáfuár: 2009
33 bls. / ISBN 9789979672456
Bókin fjallar um undirstöðutækni lagnateikninga fyrir heitt og kalt vatn innanhúss og er ætluð til kennslu í framhaldsskóla. Gerð er grein fyrir mismunandi gerðum lagnateikninga, hvernig þær verða til og tilgangi þeirra.
Höfundur: Sveinn Áki Sverrisson
Útgáfuár: 2005
44 bls. / ISBN 9789979671558
Í þessari handbók er saga tréskurðar rakin að nokkru, einkum hér á landi, sem og ýmsar hliðar tréskurðar. Fjallað er um verkfæri og meðhöndlun þeirra, viðartegundir og sitthvað sem að þeim lýtur. Einnig er fjallað um form og mynstur og enn fremur vikið að ýmsum tæknilegum hliðum tréskurðar.
Lítið er til af lesefni um þetta efni á íslensku og því gæti bókin hentað þeim sem hefðu hug á að stunda tréskurð og þeim sem eru komnir eittthvað áleiðis.
Höfundur:Sigurjón Gunnarsson
Útgáfuár: 2017
61 bls. / ISBN 9789935241634
Í bókinni er fjallað um flest það sem trésmíði viðkemur og lögð áhersla á að sýna efni og útfærslur í þrívídd. Fjallað er um trésmíðateikningar, grunnhönnun, teikniskrift, málreglur og grunnatriði við teikningu sem og útfærslu fyrir handsmíði og vélsmíði á húsgögnum, en einnig um innréttingar, raðsmíði, húshluta og milliveggi o.fl.
Auk þess er í bókinni margvíslegt myndefni fyrir trésmiði og verkefnabanki fyrir nemendur.
Höfundar: Walter Ehrmann, Wolfgang Nutsch og Bernd Spellenberg
Þýðandi: Sigurður H. Pétursson
Útgáfuár: 2010
316 bls. / ISBN 9789979672531
Bókin er hluti bókaflokks í bygginga- og mannvirkjagreinum sem IÐNÚ bókaútgáfa gefur út í samstarfi við Menntafélag byggingariðnaðarins. Bækurnar eru þýddar úr sænsku og í þeim er fjallað á einfaldan og skýran hátt um grunnþætti tré- og byggingagreina. Í Útveggjaklæðningum er umfjöllunarefnið veggstoðir, gólfbitar og útveggjaklæðningar úr timbri. Fjöldi teikninga er í bókinni auk verkefna.
Þýðendur: Jóna Dóra Óskarsdóttir og Hallgrímur Guðmundsson
Útgáfuár: 2005
94 bls. / ISBN 9789979671589