Showing 17–22 of 22 results

Vélar og vélbúnaður 1

kr. 7.740

Bókin fjallar um undurstöðu vélfræðinnar, öll kerfi véla og ýmsan vélbúnað sem tengist dælingu, gírum, skrúfubúnaði skipa, gangsetningu véla, verkfærum og vökvakerfi.

Hún hentar mjög vel fyrir byrjendur sem eru að hefja nám í vélfræðigreinum sem tengjast vélstjórn, bifvélavirkjun og málmiðngreinum. Aftast í bókinni eru yfir 200 spurningar um námsefnið.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2013

 • 191 bls. / ISBN 9789979673347

Vélar og vélbúnaður 2

kr. 7.740

Í bókinni er fjallað um ýmis vélkerfi, t.d. eldsneytis-, smurolíu-, útblásturs- og háhita- og lághitakælivatnskerfi. Einnig er tölvustýrðu eldsneytiskerfi, svartolíubrennslu og skilvindum gerð ítarleg skil. Þá er að nokkru fjallað um uppbyggingu stærri fjórgengis- og tvígengisdísilvéla.

Bókin hentar vel fyrir nemendur sem hafa lokið grunnnámi í vélstjórn og málmiðngreinum. Aftast í bókinni eru spurningar um námsefnið.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið fyrir bókina. 

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2014

 • 192 bls. / ISBN 9789979673354

Vélar og vélbúnaður 3

kr. 7.740

Skipavélar og vélbúnaður

Vélbúnaður í stærri skipum

Í þessari kennslubók er fjallað um stórvélar í skipum og varastöðvar fyrir raforku. Bókin lýsir uppbyggingu fjórgengis- og tvígengisvéla nútímans en fjallar auk þess um ritmyndir, skilvindukerfi, vatns- og loftræstikerfi og ítarlega um afgas- og skolloftskerfi. Þá er sagt frá tölvustýrðu eldsneytiskerfi í stórvélum sem og frá vaktreglum og eftirliti í vélarúmi og umhirðu vélakerfa.

Bókin hentar vel fyrir nemendur sem eru lengra komnir í þeim fræðum sem tengjast ýmsum vélbúnaði þó að hún sé sniðin að áfanganum VST 403.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2014

 • 195 bls. / ISBN 9789979673361

Vélfræði 3

kr. 7.600

Í þessari bók er fjallað um undirstöðu vélfræðinnar og ýmis vélkerfi sem tilheyra díselvélum. Einnig er tölvustýrðu eldsneytiskerfi og skilvindum gerð ítarleg skil. Fjallað er um þrýstivatnskerfi, gangsetningu véla, skrúfubúnað og skutlegur. Að lokum er fjallað ítarlega um vökvaþrýstikerfi.

Bókin hentar vel fyrir nemendur í vélstjórn sem og í málmiðngreinum og bifvélavirkjun.

 • Höfundur: Guðmundur Einarsson

 • Útgáfuár: 2016

 • 220 bls. / ISBN 9789979674146

Out Of Stock

Vinnuvernd / Vitund – Varnir – Viðbrögð

kr. 5.345

Tilgangurinn með þessari kennslubók í vinnuvernd er fyrst og fremst að taka saman á einn stað þá grundvallarþekkingu sem ungt fólk þarf að tileinka sér til að geta leyst störf sín á öruggan hátt.

Allir ættu að láta sig vinnuvernd varða og því er almenn kunnátta á hugtökum, hættum og aðferðum til úrbóta nauðsynleg svo draga megi úr áhættu á vinnustað.

Vinnuvernd og öryggi eru umfangsmikil fræði en í þessari bók er leitast við að setja efnið fram á einfaldan og skýran hátt. Auk þess er í bókinni fjöldi ljósmynda og teikninga og verkefni fylgja hverjum kafla.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

 • Höfundur: Eyþór Víðisson

 • Útgáfuár: 2014

 • 128 bls. / ISBN 9789979673521

Vökvatækni I-II – Grunnur

kr. 5.795

Bókin Vökvatækni I og II – Grunnur er þýðing á bók frá FESTO GmbH, „Hydraulics – Basic Level“.

Gefið út af IÐAN fræðslusetur og prentað og dreift af IÐNÚ.

 • Höfundur: D. Merkle, B. Schrader, M. Thomas

 • Þýðendur: Kristján Kristjánsson, Guðlaugur Þorleifsson og Gylfi Einarsson

 • Útgáfuár: 2008

 • 235 bls. / ISBN 5690000231389