fbpx

Tréskurður

Tréskurður

kr. 3.875

„Tréskurður byggist að stórum hluta á snertingu þar sem saman fara hugur og hönd.“

Vörulýsing

Höfundur: Sigurjón Gunnarsson

Í þessari handbók er saga tréskurðar rakin að nokkru, einkum hér á landi, sem og ýmsar hliðar tréskurðar. Fjallað er um verkfæri og meðhöndlun þeirra, viðartegundir og sitthvað sem að þeim lýtur. Einnig er fjallað um form og mynstur og enn fremur vikið að ýmsum tæknilegum hliðum tréskurðar. Lítið er til af lesefni um þetta efni á íslensku og því gæti bókin hentað þeim sem hefðu hug á að stunda tréskurð og þeim sem eru komnir eittthvað áleiðis.

Sigurjón Gunnarsson hefur stundað tréskurð í yfir 20 ár og nam m.a. í Skurðlistaskóla Hannesar Flosasonar útskurðarmeistara. Sigurjón sat í stjórn FÁT, Félag áhugamanna um tréskurð, og lengst af sem formaður félagsins. Auk námskeiða hefur hann unnið við tréskurð í hjáverkum. Vinnustofa hans ber nafnið Skurðstofa Sigurjóns og er til húsa að Hólshrauni 5 í Hafnarfirði.