Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: LI-675549
Millisamtala: kr. 4.220
kr. 7.490
Litróf kennsluaðferðanna er handbók um helstu kennsluaðferðir, skrifuð fyrir kennara og kennaranema. Þar er að finna yfirlit um tugi kennsluaðferða sem og leiðbeiningar um hvernig þeim er beitt. Áhersla er lögð á að benda lesendum á aðgengilegar heimildir og ítarefni þeim til glöggvunar auk þess sem bókinni fylgir sérstök vefsíða: www.litrofid.hi.is
Í þessari nýju útgáfu bókarinnar hefur efnið verið aukið, endurskoðað og uppfært, m.a. í ljósi rannsókna á kennsluaðferðum sem fleygt hefur fram á undanförnum árum. Bókin er því í senn handbók og fræðirit.
Höfundarnir eru allir kennslufræðingar, Ingvar Sigurgeirsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Svava Pétursdóttir. Þau hafa víðtæka reynslu af skólastarfi, kennslu á grunn-, framhalds- og háskólastigi, rannsóknum á kennsluháttum og ráðgjöf um þróun skólastarfs.
Höfundur: Ingvar Sigurgeirsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir og Svava Pétursdóttir
Útgáfuár: 2025
248 bls. / ISBN 9789979675549
Vörunúmer IÐNÚ: LI-675549
Þyngd | 500 kg |
---|