Tilboð

Hænsna-Þóris saga

kr. 690

Hænsna-Þóris saga fjallar um átök sem verða þegar hey þrýtur á miðjum vetri og harðindi sverfa að sauðfjárbændum. Harðvítugar deilur leiða af sér hvert voðaverkið eftir annað. Sagan lýsir hinum ýmsu skapgerðarþáttum mannanna, svo sem illsku, öfund, græðgi, hefnigirni og heigulshætti en einnig heiðarleika, sanngirni, þreki, þori og tryggð. Inn í þetta fléttast líka saga af ástinni sem undir lokin á sinn þátt í að skapa aftur frið í sveitinni.

Þessi útgáfa er að mestu miðuð við þarfir skólafólks. Orðskýringar eru margar og ítarlegar og köflunum fylgja ýmiss konar verkefni sem eiga að stuðla að auknum skilningi á efni sögunnar en jafnframt að örva hugmyndaflug og sköpunargáfu.

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

  • Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson

  • Útgáfuár: 2012

  • 108 bls. / ISBN 9789979673125

Category: SKU: HA-673125

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: HA-673125

Additional information

Þyngd 600 kg

Senda fyrirspurn