Bók þessi er 3. útgáfa fyrri hluta af eðlisfræði eftir þá Odd Kollerud og Sigurd Mygland, sem út kom sem heild hjá Universitetsforlaged í Osló 1978 undir nafninu Fysikk, og fyrri hlutinn hjá IÐNÚ 1981. Síðari hlutinn, sem fjallar um ljós, rafmagn og kjarnorku, kom út hjá IÐNÚ árið 1988. Þýðingin var gerð af Valgeiri Kárasyni en Sigurður Guðni Sigurðsson las yfir og bætti inn sýnidæmum. Frá 1. og 2. útgáfu eru þær breytingar helstar að umbrot bókarinnar, sem unnið er í tölvu, hefur verið endurbætt svo og öll framsetning.
Bókin fjallar um aflfræði, lítilsháttar um efnisfræði og varma. Eins og segir í formála norsku útgáfunnar, er rauði þráðurinn í bókinni umfjöllun um orkuna, bæði hvað varðar framsetningu og efnisval.
Bókinni er ætlað að koma til móts við þarfir þeirra nemenda framhaldsskólanna, sem stunda nám á eins til tveggja ára námsbrautum eða þeirra sem lítið taka fyrir af raungreinum. Vegna þessa er efnið sett fram á fremur almennan og einfaldan hátt og krefst ekki mikillar stærðfræðikunnáttu. Það ætti því að henta vel, sem almennur grunnáfangi fyrir nemendur, sem ekki stefna á frekara nám í raungreinum.
Bókin er 1. hefti af sex í sænskum kennslubókaflokki (Fordonsteknik) fyrir bifvélavirkjakennslu. Þetta hefti, Farartækjafræði, veitir undirstöðufræðslu um þetta efni. Seinni heftin fjalla nánar um einstök tæki og kerfi.
Bókin fjallar um rafmagnsfræði og rafkerfi farartækja og er önnur bókin sem þýdd var á íslensku úr sænskum bókaflokki (Fordonsteknik) fyrir bifvélavirkjakennslu.
Bók þessi um undirvagn og yfirbyggingu bifreiða inniheldur að stærstum hluta þætti um framdráttarbúnað bifreiða, hemla, stýrisgang og fjöðrunarbúnað en hefur auk þess stuttan kafla um yfirbyggingar. Hún er sjötta bókin sem þýdd er á íslensku úr sænskum bókaflokki (Fordonsteknik) fyrir bifvélavirkjakennslu.
Bók þessi um verkfæri, verkfæranotkun og hirðu þeirra er fjórða bókin sem þýdd er á íslensku úr sænskum bókaflokki (Fordonsteknik) fyrir bifvélavirkjakennslu.
Bók þessi um verktækni, sem inniheldur auk þess efni er varðar vinnutilhögun, prófanir, skýrslugerðir, bilanagreiningar og verkstæðishandbækur, er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku úr sænskum bókaflokki (Fordonsteknik) fyrir bifvélavirkjakennslu.
IÐNÚ hefur gefið út nýja og endurskoðaða útgáfu af Rennismíði fyrir grunnám málmiðna eftir Þór Pálsson. Bókin er byggð á kennslubókum Þorsteins Guðlaugssonar, Rennismíði 1 og 2, sem hafa um langt skeið verið aðalkennsluefni í rennismíði hér á landi.
Bókin fjallar um undirstöðuatriði í rennismíði og er ætluð nemendum fyrir grunndeild málmiðna. Þar er m.a. fjallað um rennibekkinn og einstaka hluta hans, grunnatriði við rennsli, uppsetningu vinnslustykkja, form og gerðir rennistáls, vinnuaðferðir o.fl. en einnig um fræsun og ýmsar gerðir fræsivéla. Auk þess hefur bókin að geyma fjölda ljósmynda.
Bókin kom fyrst út árið 2018 en þessi nýjasta útgáfa hefur verið aukin að efni, um tannhjól og fræsa. Bókinni er nú ætlað að ná utan um kennslu í áföngunum Rennismíði 1 og Rennismíði 2.
Þór Pálson rennismíðameistari, sem endurskoðaði og uppfærði bækurnar, hefur áralanga reynslu af kennslu í greininni, bæði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Byggt á kennslubókum Þorsteins Guðlaugssonar, Rennismíði 1 og 2
Tilgangurinn með þessari vefbók í vinnuvernd er fyrst og fremst að taka saman á einn stað þá grundvallarþekkingu sem fólk þarf að tileinka sér til að geta leyst störf sín á öruggan hátt.
Allir ættu að láta sig vinnuvernd varða og því er almenn kunnátta á hugtökum, hættum og aðferðum til úrbóta nauðsynleg svo draga megi úr áhættu á vinnustað.
Vinnuvernd og öryggi eru umfangsmikil fræði en í þessari vefbók er leitast við að setja efnið fram á einfaldan og skýran hátt. Auk þess er í vefbókinni fjöldi ljósmynda og teikninga og gagnvirkar æfingar fylgja hverjum kafla.
Kaupendur ganga frá pöntun og greiða í vefverslun. Þá fá þeir sendan tölvupóst til sín með veflykli til að virkja vefbókina sem þeir voru að kaupa og leiðbeiningum um hvernig þeir stofna sér aðgang og virkja veflykilinn. Athugið að tölvupósturinn gæti lent í „Ruslpósti“ (Junk mail)