Tilboð

Sjómennsku- og tækniorðasafn

kr. 490

Danskt-íslenskt / Íslenskt-danskt

Dansk-íslenski hlutinn í þessu orðasafni er viðbót við Danska skólaorðabók sem nemendur ýmissa skóla hafa notað við dönskunámið í allmörg ár. Hér hefur verið safnað á einn stað ýmsum orðum er varða skip og búnað þeirra, skipasmíði og sjómennsku. Tækniorðahlutinn miðast einkum við orð úr vélfræði, rafmagnsfræði, tölvufræði og skyldum greinum. Auðvitað vantar mikið upp á að orðasafnið sé tæmandi hvað þessar greinar varðar; til þess hefði það þurft að vera mun stærra. Það er þó von höfundar að það muni gagnast vel nemendum á þessu sviði, einkum þeim sem enn hafa ekki náð þeirri færni að geta nýtt sér dansk-danskar orðabækur til fulls. Starfandi stýrimenn, vélstjórar og sjómenn almennt ættu einnig að hafa af því nokkurt gagn.

íslensk-danski hlutinn er í raun nýjung. Ekkert slíkt safn þýðinga á sjómennsku- og tæknihugtökum úr íslensku á dönsku hefur verið gefið út hérlendis áður.

  • Höfundur: Franz Gíslason

  • Útgáfuár: 2003

  • 224 bls. / ISBN 9789979671022

Categories: , , SKU: SJ-00270

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: SJ-00270

Senda fyrirspurn