Eðlisfræði – Aflfræði -Varmi

kr. 3.850

Bók þessi er 3. útgáfa fyrri hluta af eðlisfræði eftir þá Odd Kollerud og Sigurd Mygland, sem út kom sem heild hjá Universitetsforlaged í Osló 1978 undir nafninu Fysikk, og fyrri hlutinn hjá IÐNÚ 1981. Síðari hlutinn, sem fjallar um ljós, rafmagn og kjarnorku, kom út hjá IÐNÚ árið 1988. Þýðingin var gerð af Valgeiri Kárasyni en Sigurður Guðni Sigurðsson las yfir og bætti inn sýnidæmum. Frá 1. og 2. útgáfu eru þær breytingar helstar að umbrot bókarinnar, sem unnið er í tölvu, hefur verið endurbætt svo og öll framsetning.

Bókin fjallar um aflfræði, lítilsháttar um efnisfræði og varma. Eins og segir í formála norsku útgáfunnar, er rauði þráðurinn í bókinni umfjöllun um orkuna, bæði hvað varðar framsetningu og efnisval.

Bókinni er ætlað að koma til móts við þarfir þeirra nemenda framhaldsskólanna, sem stunda nám á eins til tveggja ára námsbrautum eða þeirra sem lítið taka fyrir af raungreinum. Vegna þessa er efnið sett fram á fremur almennan og einfaldan hátt og krefst ekki mikillar stærðfræðikunnáttu. Það ætti því að henta vel, sem almennur grunnáfangi fyrir nemendur, sem ekki stefna á frekara nám í raungreinum.

  • Höfundur: Odd Kollerud og Sigurd Mygland

  • Þýðandi: Valgeir Kárason

  • Útgáfuár: 1989

  • 79 bls. / ISBN 9789979806134

Categories: , SKU: ED-00100

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: ED-00100

Senda fyrirspurn