fbpx

Tresmidi-kapa

Trésmíði – hönnun, útfærsla, verkskipulag

kr. 7.990

Vörunúmer: b86555366198 Flokkar: ,

Vörulýsing

Höfundar: Walter Ehrmann, Wolfgang Nutsch og Bernd Spellenberg
Sigurður H. Pétursson þýddi.

Í bókinni er fjallað um flest það sem trésmíði viðkemur og lögð áhersla á að sýna efni og útfærslur í þrívídd. Fjallað er um trésmíðateikningar, grunnhönnun, teikniskrift, málreglur og grunnatriði við teikningu sem og útfærslu fyrir handsmíði og vélsmíði á húsgögnum, en einnig um innréttingar, raðsmíði, húshluta og milliveggi o.fl.

Bókin hentar bæði til kennslu í iðn- og fjölbrautaskólum sem og fyrir atvinnulífið. Hana má líka nota til að rifja upp og þjálfa kunnáttu í tækniskólum og í mastersnámi. Auk þess ætti bókin að gagnast þeim sem búa sig undir smíðanám upp á eigin spýtur en einnig þeim fjölmörgu sem leita svara við spurningum um hönnun og útfærslu smiðisgripa í sínu starfi. Auk þess er í bókinni margvíslegt myndefni fyrir trésmiði og verkefnabanki fyrir nemendur.

316 bls., 2010, ISBN 978-9979-67-253-1