Loftstýringar

kr. 4.378

Þessi bók fjallar um grundvallaratriði loftstýringa. Efnið er sett fram á auðskiljanlegan hátt svo að lesandinn eigi auðvelt með að skilja efnið án þess að hafa kynnt sér það áður. Í bókinni er fjallað um þá hluti sem mest eru notaðir við loftstýringar, s.s.loftþjöppur, þrýstihylki, loka og tjakka. Enn fremur er lýst grunnatriðum við uppsetningu þrýstiloftskerfa og rekstrarformi þeirra ásamt nauðsynlegum gögnum, þannig að lesandinn á að loknum lestri að hafa forsendur til að velja íhluti í þrýstiloftskerfi, setja þau upp og annast viðhald þeirra. Bókin er ætluð breiðum hópi lesenda, m.a. sem ítarefni fyrir nemendur, uppsláttarrit fyrir tæknifólk eða námsefni fyrir þá sem vilja verða sér úti um fræðilega vitneskju með sjálfsnámi eða einfaldlega að rifja efnið upp.

Rúnar Arason tæknifræðingur íslenskaði.

  • Rúnar Arason þýddi

  • Útgáfuár: 2023

  • 127 bls. / ISBN 9789979674955

Categories: , SKU: LO-02100

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: LO-02022

Senda fyrirspurn