Ferðakortin okkar eru nú fáanleg í nýrri og endurbættri 2025 útgáfu.
Kortin innihalda nýjustu uppfærslu af vegakerfi landsins, auk upplýsinga um ferðaþjónustu svo sem bensínafgreiðslur, sundlaugar, söfn og fleira. Markmiðið er að veita viðskiptavinum okkar bestu tiltæku upplýsingar til þess að auðvelda þeim ferðalög um landið.
Í ár tökum við stórt skref í frekari þróun á kortunum okkar með því að framleiða þau á slitsterkan og vatnsheldan pappír sem auk þess er umhverfisvænn. Þannig tryggjum við betri endingu kortanna og að þau þoli betur íslenska veðráttu.