Þetta er fyrsta bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu:
Illviljaður töframaður hefur lagt ill álög á verndarvætti Avantíu. Aðeins sönn hetja getur frelsað þá úr álögunum og hindrað að þeir leggi landið í auðn. Er Tom hetjan sem Avantía hefur beðið eftir? Vertu með í för Toms gegn elddrekanum …
Þetta er tíunda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt fjórða bókin af sex sem fjalla um Gullnu brynjuna.
Galdramaðurinn vondi, Malvel, stal gullnu töfrabrynjunni og dreifði hlutum hennar víðs vegar um Avantíu. Tom hefur heitið því að finna alla hluta brynjunnar – en þeirra er gætt af sex hryllilegum óvættum. Tekst Tom að sigra í bardaga við slöngumanninn Víperó?
Þetta er ellefta bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt fimmta bókin af sex sem fjalla um Gullnu brynjuna.
Galdramaðurinn vondi, Malvel, stal gullnu töfrabrynjunni og dreifði hlutum hennar víðs vegar um Avantíu. Tom hefur heitið því að finna alla hluta brynjunnar – en þeirra er gætt af sex hryllilegum óvættum. Tekst Tom að sigra í bardaga við kóngulóarkonunginn Arakníð?
Þetta er tólfta bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt sjötta og síðasta bókin sem fjallar um Gullnu brynjuna.
Galdramaðurinn vondi, Malvel, stal gullnu töfrabrynjunni og dreifði hlutum hennar víðs vegar um Avantíu. Tom hefur heitið því að finna alla hluta brynjunnar – en þeirra er gætt af sex hryllilegum óvættum. Tekst Tom að sigra í bardaga við þríhöfða ljónið Trilljón?
Þetta er þrettánda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt fyrsta bókin sem fjallar um Myrkraríkið.
Verndarvættir Avantíu eru í hættu. Sex nýir óvættir hafa náð þeim á sitt vald og flutt þá til Gorgóníu, konungsríkis galdramannsins vonda, Malvels. Til þess að frelsa vættina heldur Tom af stað til Myrkraríkisins og þarf fyrst að berjast við mínótárusinn Torgor.
Þetta er fjórtánda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt önnur bókin sem fjallar um Myrkraríkið.
Galdrakarlinn svarti hefur látið sex hryllilega óvætti handsama verndarvætti Avantíu. Þeim er haldið föngnum í Myrkraríkinu og það er Tom efst í huga að bjarga þeim. Hann og félagar hans verða að takast á hendur hættulega ferð og sigrast á vængjaða hestinum Skor.
Þetta er fimmtánda bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu, en jafnframt þriðja bókin sem fjallar um Myrkraríkið.
Sjávarskrímslið Narga liggur í leyni í Svartahafinu háskalega. Ófreskjan ræðst ekki bara á uppreisnarmenn sem berjast gegn galdrakarlinum illa, Malvel, heldur hefur hún náð einum af góðvættum Avantíu á sitt vald. Tekst Tom að frelsa góðvættinn eða verður hann að eilífu fangi í Myrkraríkinu?
Í yfirgefnum kastala í Myrkraríkinu er Gorgóníuhundurinn Kímon á vakki. Kímon er einn af sex skelfilegum óvættum sem galdrakarlinn vondi hefur sleppt lausum til þess að ráðast á verndarvætti Avantíu. Fylgstu með Tom í þessari óvættaför og hvernig hann reynir að frelsa góðvættina.
Mammútinn mikli, Skögultanni, ríkir í grotnandi frumskógi Gorgóníu. Hann herjar ásamt töframanninum vonda, Malvel, á uppreisnarmennina og heldur góðvætti fjötruðum. Tekst Tom að sigra Skögultanna áður en varðliðar Malvels finna hann?
Góðvættum Avantíu er haldið nauðugum í konungsríki vonda galdrakarlsins Malvels. Þeirra er gætt af hryllilegum nýjum óvættum. Þegar Tom reynir að frelsa góðvættinn þarf hann að fara um neðanjarðargöng undir kastala Malvels þar sem sporðdrekamaðurinn Stingur liggur í leyni.
Taladon hefur snúið aftur! En Tom til skelfingar er faðir hans vofa. Til að bjarga Taladon verður Tom að berjast við draugaóvættina og ná saman brotunum úr verndargrip Avantíu. Fyrst er það dauðaberinn Nixa.
Þetta er önnur bókin í flokknum Óvættaför um Konungsríkið Avantíu:
Avantíu er ógnað af fornum verndarvættum sínum sem óvinveittur töframaður hefur lagt á ill álög. Tom verður að berjast við sæslönguna Sepron til að bjarga landi sínu og þjóð. Tekst honum það?
Vofuhesturinn Ekvínus ryðst í gegnum skóga Forboðna landsins og rænir lifandi verum lífskraftinum. Tom verður að forða sér undan hófaspörkum óvættarins og ná broti úr verndargripnum úr vörslu hans – að öðrum kosti verður faðir hans vofa um alla framtíð …
Hellaþursinn Rashúk liggur í leyni í Dauðatindum. Vofuóvætturinn þefar uppi hræðslulyktina af fórnarlömbum sínum og breytir þeim í stein. Tom þarf á öllu sínu hugrekki að halda til að komast yfir brotið úr verndargrip Avantíu sem Rashúk geymir …
Dauðiskógur lifnar við að kvöldi og grimm dýr, undir álögum mánaúlfynjunnar Lúnu, læðast fram. Tom verður að ná öllum brotunum úr verndargrip Avantíu ef honum á að takast að bjarga föður sínum – en það þýðir að hann verður að kljást við Lúnu …
Eldfjallið við Steinvin er í klakabrynju og lífhættulegir frostbyljir blása um landið. Tekst Tom að sigra ísdrekann Blossa og ná næsta brotinu úr verndargrip Avantíu áður en það verður um seinan?