Í þessari bók er fjallað um eðlisfræðilega eiginleika efna og margs konar útreikninga á því sviði. Sem dæmi má nefna hvernig skipsbolur hagar sér í vatni eða efnahvarfið sem verður við bruna kolvetnis og vinnslu olíu. Enn fremur er fjallað um brunaaflið og nýtingu þess, orku og nýtingu vatnseims í ýmsum gerðum katla, hvernig skipskrúfa nýtist til framdriftar skips og eiginleika dælukerfa.
Bókin hentar vel fyrir nemendur í vélstjórn sem og í málm- og tæknigreinum þótt hún sé sniðin að áfanga VFR213.
Hér fyrir neðan má finna ítarefni fyrir bókina Vélfræði 2.
- Ítarefni
- Formúlur Vélfræði 2