fbpx

Vinnubók-í-flatarmáli,-rúmmáli-og-hönnun

Vinnubók í flatarmáli, rúmmáli og hönnun

kr. 2.945

Vörunúmer: cbd7c6a3aee5 Flokkur:

Vörulýsing

Höfundur: Árni Jón Hannesson

Í þessari vinnubók er gerð tilraun til að tengja saman stærðfræði og hönnun. Verkefni eru í flatarmáli, rúmmáli og hönnun og eru þau unnin á blöð með rúðum fyrir flatarmál (hornréttar rúður), þrívídd (skárúður) og hönnun (hornréttar rúður og skárúður). Vinnubókin er gerð með það í huga að nemendur teikni flatar- og rúmmálsmyndir og reikni svo út flatarmál, rúmtak og jafnvel eðlisþyngd sinna eigin verka. Með þessari aðferð er verið að gera stærðfræðina áþreifanlegri og tengja hana raunveruleikanum.

Bókin hefur að geyma verkefni fyrir alla aldurshópa, allt frá 1. bekk grunnskóla og upp í fyrstu bekki framhaldsskólans. Verkefnin eru fjölmörg; flatarteikningar, rúmteikningar og fallmyndir ásamt útreikningum og formúlum. Ýmsar gerðir aukavinnublaða fylgja og hugmyndir um notkun.

108 bls., 2001, ISBN 9979-67-075-4