Upp við fossa

kr. 3.490

Þórður Helgason bjó til prentunar, ritaði formála og samdi skýringar. Bókin kom fyrst út árið 1902. Verkefni fylgja hverjum bókarkafla auk lokaverkefna aftast í bókinni.

Jón Stefánsson fæddist 2. júní 1851 að Skútustöðum í Mývatnssveit. Hann missti móður sína níu ára gamall og faðir hans drukknaði 1868. Næstu árin var Jón vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni, þar af eitt sumar í Húnavatnssýslu. Hluta úr vetri var hann við nám hjá prestinum að Skinnastað í Öxarfirði. Öðru námi átti hann ekki kost á. Að þessu frátöldu ól hann allan aldur sinn í Mývatnssveit þar sem hann bjó lengst af á bænum Litluströnd ásamt konu sinni Jakobínu Pétursdóttur og tveimur dætrum. Hreppstjóri varð Jón 1889. Hann lést árið 1915.

Hugur Jóns stóð til ritstarfa sem hann gat þó nær einungis sinnt að loknum löngum vinnudagi. Upp við fossa er hans veigamesta saga. Hún var gefin út 1902 og verður að teljast merkur áfangi í þróun íslenskrar skáldsagnagerðar – er fyrsta natúralíska skáldsagan sem rituð var hér á landi. Sagan er um ástina og óskoraðan rétt hennar til að fá að njóta sín – sé henni sýnd sú virðing að fela hana ekki bak við leynd og lygi. Mikið var um söguna rætt og ritað á sínum tíma og var komist svo að orði að líklega hefði „aldrei … orðið slíkur úlfaþytur um nokkra bók á landi hér“.

  • Höfundur: Þorgils gjallandi

  • Útgáfuár: 1996

  • 211 bls. / ISBN 9789979831617

Category: SKU: UP-00100

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: UP-00100

Additional information

Þyngd 600 kg

Senda fyrirspurn