Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: UG-00100
Millisamtala: kr. 0
kr. 3.600
Það tók um 460 ár að komast að því hver höfundur bókarinnar um Till Ugluspegil var. Bókin var talin hafa fyrst komið út 1510/11 í Strassburg, var endurprentuð 1515 og 1519 sem sýnir ótrúlega góðar viðtökur. Þessi bók hefur síðan verið gefin út margsinnis og þýdd á mörg tungumál, hún telst vera þekktasta alþýðubók sem gefin hefur verið út á þýskri tungu. Fram á þennan dag hefur einnig oft verið gefið út úrval hinna 96 sagna um prakkarann og skálkinn Ugluspegil, þær bækur hafa verið ætlaðar börnum og margar fagulega myndskreyttar. Hér er bókin í íslenskri þýðingu í heild sinni með upphaflegum myndum, 87 tréristum.
Höfundur: Hermann Bote
Þýðandi: Steinar Matthíasson
Útgáfuár: 2012
232 bls. / ISBN 9789979721987