Tungutak – Félagsleg málvísindi

kr. 3.875

Námsefnisflokkurinn Tungutak, eftir Ásdísi Arnalds og Sólveigu Einarsdóttur kennara við Kvennaskólann í Reykjavík, er ætlaður nemendum á framhaldsskólastigi.

Í Tungutaki – félagslegum málvísindum er fjallað um máltöku barna, tvítyngi, mállýskur og mál mismunandi hópa, tal- og málmein og ýmislegt er varðar tjáskipti manna.

Mikið er lagt upp úr því að setja efnið fram á skýran og greinargóðan hátt í bókunum. Áhersla er lögð á fjölbreytni og leitast við að gera nemendur meðvitaða og áhugasama um móðurmál sitt. Margvísleg verkefni eru í bókunum sem til þess eru gerð að efla skilning nemenda á efninu og hvetja þá til sjálfstæðrar hugsunar. Myndir í bókunum eru eftir Hugleik Dagsson.

  • Höfundur: Ásdís Arnalds, Elínborg Ragnarsdóttir og Sólveig Einarsdóttir

  • Útgáfuár: 2010

  • Útgefandi: JPV útgáfa

  • 108 bls. / ISBN 9789935110978

Category: SKU: JPV110978

Lýsing

JPV110978

Senda fyrirspurn