Lýsing
Vörunúmer IÐNÚ: IS-675365
Millisamtala: kr. 0
kr. 4.790
Jæja er ætluð byrjendum í íslensku. Efni bókarinnar er á þyngdarstigi A1 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum og bera þemu og orðaforði þess merki. Áhersla er lögð á orðaforða og talæfingar um einföld málefni er standa ungu fólki nær. Mikið er af myndum í bókinni og hentar hún því nemendum óháð uppruna þeirra.
Jæja getur einnig hentað fólki sem hefur grunn í íslensku en vill styrkja orðaforða sinn áður en lengra er haldið í námi.
Höfundar bókarinnar eru Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn Steingrímsson. Þau hafa áralanga reynslu af tungumálakennslu í framhaldsskólum með áherslu á íslenskukennslu fyrir erlenda nemendur.
Hluti af bókinni Jæja var tilraunakennd undir nafninu Íslenska fyrir okkur hin 1 veturinn 2022-2023.
Kennsluleiðbeiningar fyrir Jæja 1
Höfundar: Brynja Stefánsdóttir og Viðar Hrafn Steingrímsson
Útgáfuár: 2023
75 bls. / ISBN 9789979675365