fbpx

Geitungurinn-1

Geitungurinn 1

kr. 1.195

Vörulýsing

Höfundar: Árni Árnason og Halldór Baldursson

Geitungurinn 1 er fyrsta hefti verkefnabóka handa börnum sem farin eru að sýna áhuga á stöfum og tölum. Í heftinu eru fjölbreytileg verkefni sem miðla börnum tölum og stöfum og bjóða upp á margháttaða en skemmtilega glímu við efnið.

Heftið er samið með það fyrir augum að það veiti góðan undirbúning fyrir lestrarnám og kveiki áhuga barna á lestri. Haft var að leiðarljósi við samningu heftisins að foreldri eða kennari og barn geti átt skemmtilega stund saman yfir því og fái um margt að spjalla.

48 bls., 1999, ISBN 9789979672616

Það sem tekið er fyrir í þessu hefti er m.a. eftirfarandi:

Fjölbreytilegar foræfingar í skrift.

Tölurnar frá 1 til 9 og æfingar í að telja.

Litir og form.

Allt stafrófið í stórum stöfum til að lita, skrifa,

klippa og líma.

Þrautir, stafaleit og orðaleit.

Litað eftir númerum.

Fjölbreytileg verkefni í að klippa og líma.

Stuttar gagnlegar leiðbeiningar handa foreldrum.