Fatasaumur – Saumtækni í máli og myndum

kr. 6.610

Í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig líkamsmál eru tekin og borin saman við máltöflu, en einnig hvernig finna má hentuga stærð, taka upp snið, vinna sniðbreytingar, sníða og sauma. Meginumfjöllunarefnið er fjölbreyttar saumtækniaðferðir, s.s. ýmsar gerðir af rennilásum, vösum, krögum, buxnastrengjum, ermaklaufum og ermalíningum. Lýst er vinnuferlinu við að fóðra einfaldan jakka, vesti og pils og fjallað stuttlega um fatasögu og útfærslu eigin hugmynda. Loks er fjallað um saumavélina og fylgihluti hennar, flokkun og eiginleika textílhráefna, þvott og meðhöndlun, helstu efnisgerðir og efnistegundir.

Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl við Háskóla íslands. Áður útgefnar bækur hennar eru Tíska aldanna, Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, Saga hönnunar og Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun. Einnig hefur hún þýtt bækurnar Snið og sniðteikningar fyrir kven- og herrafatnað.

Bókin hentar fyrir grunn-, framhalds- og háskólastigið sem og fag- og áhugafólki.

  • Höfundur: Ásdís Jóelsdóttir

  • Útgáfuár: 2011

  • 192 bls. / ISBN 9789979672913

Category: SKU: FA-00500

Lýsing

Vörunúmer IÐNÚ: FA-00500

Additional information

Þyngd 700 kg

Senda fyrirspurn