fbpx

Snyrtifraedi-cover

Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara

kr. 18.775

Vörulýsing

Höfundar: Á. Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir

Starfssvið snyrtifræðinnar er afar fjölbreytt. Það nær til alls þess er varðar húðina og undirliggjandi vefi, hvort sem um er að ræða andlitsmeðferð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu eða líkamsmeðferð. Í þessari bók er fjallað um andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara með hliðsjón af námskrá mennta- og menningarmálaráðuneytisins í snyrtifræði. Bókin skiptist í fimm hluta. Fyrstu þrír hlutarnir eru grunnmeðferð A, B og C, fjórði hlutinn er um sérhæfðar meðferðir og sá fimmti um efnafræði snyrtivara og notkun þeirra. Þetta er afar vandað, ítarlegt og tímabært verk, það fyrsta sinnar tegundar á íslensku.

240 bls., 2012, ISBN 978-9979-67-313-2