fbpx

Almenn-jardfraedi

Almenn jarðfræði

kr. 8.090

Vörunúmer: 6f68eeff4656 Flokkur:

Vörulýsing

Höfundar: Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson

Markmiðið með útgáfu bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að útbúa námsefni sem uppfyllir áfangamarkmið jarðfræðiáfangans JAR-103 (almenn jarðfræði – landmótun) skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Hins vegar er bókinni ætlað að vera aðgengilegt fræði- og uppsláttarrit um íslenska jarðfræði í ljósi nýjustu rannsókna, en á síðustu áratugum hafa komið fram byltingarkenndar kenningar um virkni innrænu aflanna og hvernig þau birtast okkur hér á landi.

274 bls., 2004, ISBN 9979-67-145-9

Í aðalnámskrá framhaldsskóla frá árinu 1999 er kveðið á um að í framhaldsskóla skuli samræma kennslu í náttúrufræðum. Námið er þannig byggt upp að í kjarnanámi eru þrír áfangar í náttúrufræðum, svokallaðir NÁT-áfangar, þ.á m. áfangi í jarðfræði. IÐNMENNT-IÐNÚ hefur nú þegar gefið út kennslubókina Jarðargæði fyrir þennan áfanga. Nemendum sem fara á náttúrufræðibraut er skylt að bæta við sig frekari þekkingu í jarðfræði þar sem kafað er dýpra í efnið og er þessari bók einkum ætlað að uppfylla þau markmið.

Þessi bók er nokkuð ítarleg, einkum umfjöllun um steindir, bergtegundir, eldvirkni og jarðskjálfta. Höfundar gera sér grein fyrir að bókin verður aldrei kennd í heild sinni. Kennarar verða að velja og hafna en þar með gefst þeim tækifæri til að aðlaga efnið öðrum áföngum eða umhverfi skólans. Í lok bókarinnar fylgja fimm stuttir viðaukar sem ættu að nýtast í kennslunni með einhverjum hætti.

Þá er það von höfunda að bókin geti ekki síður orðið notadrjúg öllum þeim sem áhuga hafa á að lesa í landið og átta sig á því hvernig ýmis fyrirbæri í náttúrunni hafa orðið til, því sviðið er fyrst og fremst Ísland. Þannig er í síðasta kafla bókarinnar farið í ferð umhverfis landið og jarðsaga einstakra svæða skoðuð og útskýrð.

Efnisyfirlit:
1. Jarðfræðin í hnotskurn
2. Flekarek og heitir reitir
3. Jarðskjálftar og brotalínur
4. Steindir
5. Kvika og storkuberg
6. Eldvirkni
7. Grunnvatn og jarðvarmi
8. Jöklar, vatn og vatnsföll
9. Veðrun, rof og setmyndun
10. Jarðsaga Íslands
Viðauki
Helstu heimildir
Skrá yfir hugtök og jarðfræðileg fyrirbæri
Nafnaskrá
Myndaskrá