Iðnskólaútgáfan, nú IÐNÚ, var hugarfóstur frumkvöðla iðnskólamanna sem komu saman árið 1948 og settu á fót Samband iðnskóla á Íslandi, forvera IÐNMENNTAR, og stofnuðu ári síðar bókaútgáfuna.
Yfirlýst markmið IÐNÚ hefur alla tíð verðið útgáfa og dreifing námsefnis fyrir iðn-, tækni- og starfsmenntun þó að útgáfa bóka í almennum greinum hafi einnig verið umtalsverð auk kortaútgáfu.
IÐNMENNT ses. var stofnuð 22. október 1999 úr Sambandi iðnmenntaskóla og IÐNÚ bókaútgáfu sem höfðu þá starfað í 50 ár. Stofnendur IÐNMENNTAR, sem er sjálfseignarstofnun, voru fimmtán aðildarskólar Sambands iðnmenntaskóla en eru þrettán talsins í dag.
Auk bókaútgáfu starfrækir IÐNMENNT prentstofu og IÐNÚ bókabúð í Brautarholti 8 í Reykjavík ásamt vefversluninni www.idnu.is.
Aðildaskólar IÐNMENNTAR eru eftirfarandi:
- Borgarholtsskóli
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
- Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra
- Fjölbrautaskóli Suðurlands
- Fjölbrautaskóli Suðurnesja
- Fjölbrautaskóli Vesturlands
- Fjölbrautaskólinn við Ármúla
- Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
- Menntaskólinn í Kópavogi
- Menntaskólinn á Ísafirði
- Tækniskólinn
- Verkmenntaskólinn á Akureyri
- Verkmenntaskóli Austurlands