Hér er hægt að hlaða ná í rafræna útgáfu af bókinni Gull og silfur – Nám til sveinsprófs
Bókin sem hér birtist er þýðing á norskri kennslubók í gull- og silfursmíði, og er aðeins aðgengileg á netinu.
Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar á íslensku og því var oft úr vöndu að ráða um þýðingu einstakra heita eða hugtaka, en í því sambandi var leitað í smiðju fjölmargra starfandi gull- og silfursmiða. Verkið verður að skoðast í þessu ljósi og lesendur bókarinnar því vinsamlegast beðnir að nálgast hana með opnum huga og hafa samband við útgáfuna ef þeir skyldu hafa gagnlegar athugasemdir fram að færa.
Bókin er gefin út með styrk frá Samtökum iðnaðarins og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu
Íslensk þýðing: Sigrún Kr. Magnúsdóttir
Umbrot: IÐNÚ
Kápa: Erling Christoffersen og Grimshei Grafisk
Þakkir fá Ásgeir Reynisson, Dóra Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson og Hjálmar Torfason