fbpx


Iðnú lækkar verð á bókum

 Reykjavík 20. ágúst 2015

Fréttatilkynning:

IÐNÚ lækkar verð á námsbókum

Starfsfólk IÐNÚ, Brautarholti 8, bregst við nýrri verðkönnun ASÍ með því að lækka strax verð á þeim 15 bókum sem mældust hæst í verslun okkar.

Við þökkum starfsfólki ASÍ fyrir að standa vaktina fyrir okkur og að benda á hvar við getum gert betur. Við munum svo fylgjast áfram með verðþróun á markaðnum og lækka verð frekar neytendum til hagsbóta ef við teljum ástæðu til.

Starfsfólk IÐNÚ, Brautarholti 8, heitir því að öll okkar útsöluverð munu ekki hækka út þessa skólavertíð og hvetur neytendur til að fylgjast vel með verðbreytingum.