fbpx


Alvarleg staða námsefnisgerðar fyrir framhaldsskóla

Steinn Jóhannsson, konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð, skrifaði grein á dögunum um alvarlega stöðu námsefnisgerðar fyrir framhaldsskóla hér á landi.

Þar segir hann að kennarar í framhaldsskólum notist við námsefni á erlendu tungumáli fyrir fjölda kennslugreina því íslenskt námsefni er í mörgum tilfellum áratugagamalt og úrelt. Sú staða hefur verið uppi á teningnum í mörg ár og mikil vöntun er á kennslubókum fyrir ákveðnar greinar, t.d. í verk- og starfsnám. Þá segir Steinn:

„[…] það er vissulega áhyggjuefni að nemendur upplifi ákveðnar greinar sem annars flokks þegar kennslubækurnar vantar.“

Hvatann vantar fyrir kennara til að semja kennslubækur, þar sem bæði er lítið fjármagn veitt til þróunar nýs námsefnis auk þess sem kennarar eiga ekki þess kost að fara í launað leyfi til að skrifa og þurfa því að bæta þeirri vinnu við kennsluna. Steinn segir að lokum:

,,Ég hvet menntamálayfirvöld að endurskoða þá stefnu sem ríkir í námsgagnamálum og hækka styrki rausnarlega þannig að íslenskar kennslubækur í flestum kennslugreinum verði aðgengilegar íslenskum framhaldsskólanemendum.“

Fréttina í heild má sjá hér: Styðjum betur við íslenska námsefnisgerð