Showing all 13 results

Hagnýt stærðfræði fyrir matvælagreinar

kr. 6.865

Bókin hefst á því að kynnt eru grunnatriði töflureiknis og hvernig hann gagnast innan marvælagreina og til ákvarðanatöku í rekstri. Í framhaldinu er fengist við útreikninga á virðisaukaskatti og launum, breytingar uppskrifta, lagerhald, áhrif rýrnunar á verðmyndun, áætlun framlegðar og tilboðsgerð. Gert er ráð fyrir að nemendur byggi upp sín eigin kerfi fremur en að nota tilbúin forrit. Tilgangurinn er sá að efla skilning þeirra á því hvernig tölvukerfi virka og hvernig má beita þeim til árangurs.

 • Höfundur: Jóhann Ísak Pétursson

 • Útgáfuár: 2018

 • 207 bls. / ISBN 9789979674481

Stærðfræði – bók sem þú getur reiknað með!

kr. 1.465

Þessi litla bók er magnaður leiðarvísir um grunneiningar stærðfræðinnar. Þetta er litríkt, skemmtilegt og fræðandi rit um stærðfræði og upplögð bók fyrir öll grunnskólabörn og foreldra þeirra.

 • Bók sem þú getur reiknað með!

 • Höfundur: Dan Green

 • Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir

 • Útgáfuár: 2012

 • 64 bls. / ISBN 9789979672975

Stærðfræði – STÆ 192

kr. 3.085

Bók þessi er einkum ætluð þeim nemendum sem við lok grunnskólagöngu hafa ekki náð þeim grunnatriðum stærðfræðinnar sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu við upphaf framhaldsnáms. Bókin ætti einnig að henta þeim sem hefja nám að nýju eftir að hafa, einhverra hluta vegna, gert hlé á námi sínu í lengri eða skemmri tíma.

Bókin skiptist í sjö kafla. Hverjum kafla lýkur með stöðuprófi.

 

 • Höfundur: Lúðvíg Halldórsson

 • Útgáfuár: 2000

 • 134 bls. / ISBN 789979670698

Stærðfræði 1

kr. 4.770

Þetta námsefni er skrifað fyrir nemendur sem ekki hafa næga undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Samkvæmt menntamálaráðuneytinu er miðað við einkunn sem er undir 7. Einnig er þetta efni fyrir nemendur sem hafa verið í fornámsáföngum framhaldsskóla. Ekki var til nægilega heilsteypt efni fyrir þennan hóp nemenda og því var ráðist í þetta verkefni.

 • Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir

 • Útgáfuár: 2019

 • 154 bls. / ISBN 9789979674702

Stærðfræði 2A

kr. 4.770

Þessi kennslubók er ætluð nemendum á 2. þrepi (fyrsta áfanga) í stærðfræði í framhaldsskóla. Í henni er fjallað um rúmfræði með teikningum, viðskiptareikning, tölfræði og líkindi.

Bókin hefur undanfarin misseri verið í þróun sem tilraunaútgáfa og bar þá heitið STÆR2BR05. Nú er tilraunakennslu lokið og því hefur kennslubókin fengið nýtt heiti og útlit.

 • Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir

 • Útgáfuár: 2019

 • 167 bls. / ISBN 9789979674719

Stærðfræði 2B

kr. 4.770

Þessi kennslubók er ætluð nemendum á 2. þrepi  í stærðfræði í framhaldsskóla og er eftirfari bókarinnar Stærðfræði 2B. Í henni er fjallað um algebru, föll, mengi og rökfræði.

Bókin hefur undanfarin misseri verið í þróun sem tilraunaútgáfa og bar þá heitið STÆR2AH05. Nú er tilraunakennslu lokið og því hefur kennslubókin fengið nýtt heiti og útlit.

 • Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir

 • Útgáfuár: 2019

 • 164 bls. / ISBN 9789979674726

Stærðfræði 3A – 2. tilraunaútgáfa

kr. 3.900

Þetta hefti er það fjórða í röðinni sem skrifað er fyrir nemendur í framhaldsskóla og er fyrir fyrsta áfanga á þriðja stigi. Áður hefur komið út námsefni fyrir nemendum sem koma upp úr grunnskóla og þurfa að styrkja grunnþekkingu sína í stæðfræði og námsefni fyrir tvo áfanga á öðru stigi framhaldsskóla.

Í kennsluheftinu er fjallað um vigra, hornaföll, þríhyrninga, hringi, ákveður og stikun.

Val á námsefni þessa heftis byggist á áralangri kennslu þessa áfanga í Tækniskólanum og þar áður Iðnskólanum í Reykjavík.

 • Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir

 • Útgáfuár: 2018

 • 119 bls. / ISBN 9789979674665

Stærðfræði 3B – tilraunaútgáfa

kr. 3.900

Námsefnið í þessu kennsluhefti er hugsað fyrir áfanga sem áður hét Stæ4036. Heftið kemur í kjölfar bókarinnar Stærðfræði 3A og er því ætlað til kennslu í öðrum áfanga á 3. þrepi framhaldsskóla.

Í kennsluheftinu er fjallað um föll, markgildi og heildun.

Við gerð þessa námsefnis er stuðst við ýmislegt efni. Ekki verður þó á neinn hallað þó bók þeirra Jóns Hafsteins Jónssonar og félaga, STÆ403, sé sérstaklega getið í því sambandi.

 • Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir

 • Útgáfuár: 2018

 • 119 bls. / ISBN 9789979674665

Stærðfræði handa fornámi

kr. 4.745

Á eftir inngangi, þar sem fjallað er um námstækni og birt stöðupróf, skiptist bókin í sex meginkafla:
1. Heilar tölur
2. Almenn brot
3. Algebra
4. Tugabrot
5. Prósentur
6. Rúmfræði
Aftan við hvern kafla eru svonefnd sjálfspróf.

 • Höfundur: Oddný G. Harðardóttir

 • Útgáfuár: 1988

 • 178 bls. / ISBN 9789979830115

Strjál stærðfræði 513

kr. 4.945

Efni þessarar bókar var upphaflega tekið saman fyrir lokaáfanga í stærðfræði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ haustið 2000. Þetta er 1. útgáfa, 4. prentun.

Efnisyfirlit
1. Heilar tölur – Deilanleiki – Talnaritun – Leifaflokkar – Reiknirit – Ræðar tölur og óræðar
2. Talningarreglur – Flóknari afbrigði af talningarreglum – Mengi
3. Röksemdafærsla – Rökaðgerðir – Afleiðslukerfi
4. Netafræði – Net – Vensl

 • Höfundur: Kristín Bjarnadóttir

 • Útgáfuár: 2003

 • 157 bls. / ISBN 789979670988

Upp á punkt – Upprifjun grunnþátta í stærðfræði

kr. 4.335

Bókin er ætluð nemendum sem eru að hefja framhaldsskólanám en skortir leikni í stærðfræði. Við efnisval var tekið mið af námskrám bæði efstu bekkja grunnskóla og grunnáfanga framhaldsskóla með það að leiðarljósi að brúa bilið þar á milli. Hún er því afar heppileg til kennslu í upprifjunaráföngum framhaldsskóla.

 • Höfundur: Kjartan Heiðberg

 • Útgáfuár: 2009

 • 118 bls. / ISBN 789979672395

Verslunarreikningur

kr. 4.375

Bókin er ætluð til kennslu í verslunarreikningi á viðskiptasviði framhaldsskóla. Kaflaheitin eru: Jöfnur, skiptireikningur, prósentureikningur, vaxtareikningur, vaxtavextir, verðtryggð lán og erlendur gjaldeyrir. Í kaflanum um verðtryggð lán er fjallað um verðtryggingar, vísitölur lánskjara og launa, útreikninga á jafngreiðslu og afborgun lána og notuð raunhæf dæmi um lán frá ýmsum lánastofnunun.

Þessi bók er nú prentuð í fimmta skipti. Fleiri dæmum hefur verið bætt við og efnið aðlagað breyttum aðstæðum eins og nýjum lánsformum og nýrri vísitölu. Vefbókin hefur verið endurbætt. Auk viðbótarefnis og prófa fylgja nú hverjum kafla leiðbeiningar og æfingar fyrir Microsoft Excel. Með því móti má nýta innbyggðar formúlur til útreikninga á viðskiptadæmum og kennslan getur farið að hluta til eða að öllu leyti fram á tölvum.
Kennslubókin myndar eftir sem áður fastan ramma en vefbókin býður upp á tækifæri til að nýta nýja tækni við lausnaraðferðir og nota Internet til að fá ávallt nýjustu upplýsingar um gengi, vexti, vísitölur o.fl.

 • Höfundur: Helmut Hinrichsen

 • Útgáfuár: 2002

 • 114 bls. / ISBN 9789979670919