Showing all 15 results

Anatomy for artists – A complete guide to drawing the human body

kr. 2.310

Gagnleg handbók fyrir alla listamenn sem vilja teikna mannslíkamann. Í bókinni eru nákvæmar skýringamyndir fyrir hvern líkamspart sem sýna beinabyggingu, vöðvabyggingu og ysta útlit sem allt er gagnlegt fyrir listamanninn.

Lærðu að:

 • Þekkja muninn milli byggingar karl- og kvenlíkama.
 • Skilgreina andlitsvöðva og mismunandi notkun þeirra milli andlitsbrigða
 • Nefna beinin sem sjást undir húðinni
 • Túlka hreyfingu í líkamanum
 • Höfundur: Barrington Barber

 • Útgefandi: Arcturus Publishing

 • Útgáfuár: 2015

 • 128 bls. / ISBN 9781784044701

Anyone can draw – Create sensational artworks in easy steps

kr. 2.310

Með þessari handbók sýnir höfundurinn fram á að hver sem er, óháð reynslu, geti lært að teikna fagmannlega. Farið er yfir helstu grunnatriði sem gagnast bæði algjörum byrjendum og örðum sem vilja rifja upp grunninn í teikningu.

 • Höfundur: Barrington Barber

 • Útgáfuár: 2015

 • 128 bls. / ISBN 9781848378513

Create your own Lopapeysa: A guide to the Icelandic traditional wool sweater

kr. 3.630

Create your own Lopapeysa er ensk útgáfa af bókinni Lopapeysuprjón sem var með söluhæstu bókum IÐNÚ árið 2016. Bókin hvetur til skapandi hugsunar við prjónaskapinn, leiðbeinir hvernig megi prjóna eftir eigin hugmyndum og breyta uppskriftum að vild. Markmiðið er að gera lopapeysuprjón aðgengilegt og áhugavert fyrir hvern sem er, unga jafnt sem aldna.

Due to stellar reviews and much encouragements, IÐNÚ decided to publish an english version of the popular book Lopapeysuprjón. This book is designed to help you participate in the Icelandic knitting tradition and make your own Lopapeysa, the Icelandic traditional wool sweater. Here you can find simple knitting patterns for children and adults which enable you to choose between several variations of sweaters. Basic knitting knowledge is required, such as cast on and off, knit and purl, circular knitting, increase, decrease and using two or more colors. Included is a special worksheet which can help you keep all the information for your knitting in one place, such as size, knitting gauge, pattern chart, colors, rib stitch and so forth.

The book contains two knitting patterns, one for children from the age of 2-10 years old and the other for sizes XS-XXL. The simplified patterns allow you to choose colors, rib and pattern charts to suit your tastes and style. They are intended to evoke your imagination and creativity, guide you on how to knit by your own ideas and how to change knitting patterns at will. The goal is to make your experience of knitting and creating your very own Lopapeysa, fun and enjoyable. Happy knitting!

 • Höfundur: Auður Björt Skúladóttir

 • Útgáfuár: 2017

 • 67 bls. / ISBN 9789979674344

Fatasaumur – Saumtækni í máli og myndum

kr. 6.015

Í bókinni eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig líkamsmál eru tekin og borin saman við máltöflu, en einnig hvernig finna má hentuga stærð, taka upp snið, vinna sniðbreytingar, sníða og sauma. Meginumfjöllunarefnið er fjölbreyttar saumtækniaðferðir, s.s. ýmsar gerðir af rennilásum, vösum, krögum, buxnastrengjum, ermaklaufum og ermalíningum. Lýst er vinnuferlinu við að fóðra einfaldan jakka, vesti og pils og fjallað stuttlega um fatasögu og útfærslu eigin hugmynda. Loks er fjallað um saumavélina og fylgihluti hennar, flokkun og eiginleika textílhráefna, þvott og meðhöndlun, helstu efnisgerðir og efnistegundir.

Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, er lektor í textíl við Háskóla íslands. Áður útgefnar bækur hennar eru Tíska aldanna, Saga fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, Saga hönnunar og Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun. Einnig hefur hún þýtt bækurnar Snið og sniðteikningar fyrir kven- og herrafatnað.

Bókin hentar fyrir grunn-, framhalds- og háskólastigið sem og fag- og áhugafólki.

 • Höfundur: Ásdís Jóelsdóttir

 • Útgáfuár: 2011

 • 192 bls. / ISBN 9789979672913

Grunnteikning 3

kr. 8.945

Grunnteikning 3 er kennslubók fyrir teikningu, vinnuteikningu, hornrétta fallmyndun, sneiðingar og staðla. Bókin samanstendur af útdrætti kynninga og verkefna úr kennslubókunum Grunnteikning I og II. Sleppt er köflunum Ásmyndun og fríhendisteikning I ásamt Fríhendistekiningu II en að öðru leyti er innihald bókanna það sama.

Yfirlit:
– Teikniáhöld
– Teikniskrift
– Flatarteikning
– Fallmyndun I
– Fallmyndun II og útflatningmyndir

 • Höfundar: Ásmundur Jóhannsson, Baldur J. Baldursson og Helga Friðriksdóttir tóku saman.

 • Útgáfuár: 2011

 • ISBN 9789979671152

Grunnteikning I

kr. 8.225

Grunnteikning I: Teikniáhöld, Teikniskrift, Fallmyndun I, Ásmyndun og fríhendisteikning I.

 • Höfundar: Ásmundur Jóhannsson, Baldur J. Baldursson og Helga Friðriksdóttir tóku saman

 • Útgáfuár: 2003

 • 190 bls. / ISBN 9789979671107

Grunnteikning II

kr. 7.555

Grunnteikning II: Flatarteikning, Fallmyndun II og útflatningsmyndir, Fríhendisteikning II.

 • Höfundar: Ásmundur Jóhannsson, Baldur J. Baldursson og Helga Friðriksdóttir tóku saman

 • Útgáfuár: 2003

 • 192 bls. / ISBN 9789979671114

Leskaflar í listasögu

kr. 820

Í þessari bók er myndlistarsaga Evrópu rakin í stórum dráttum frá því um 1400 til seinni hluta síðustu aldar. Fjallað er um endurreisnartímabilið, barokköld og nútímann í þremur meginköflum. Höfuðáhersla er lögð á málaralist, auk höggmynda- og byggingarlistar, en ennfremur vísað til fleiri þátta, s.s. leturgerðar og skrúðgarða.

Bókin er ætluð til kennslu í framhaldsskólum, en þar hefur verulega skort íslenskt lesefni í listasögu.

 • Höfundur: Þorsteinn Helgason

 • Útgáfuár: 1997

 • 100 bls. / ISBN 9789979831594

Lopapeysuprjón: fyrir byrjendur og lengra komna

kr. 3.630

„Íslenska lopapeysan á sér ríka sögu og hefur þróast um langt árabil. Það sem gerir hana eftirsótta er að hún er fljótprjónuð, einföld og falleg.“

Bókin hvetur til skapandi hugsunar við prjónaskapinn, leiðbeinir hvernig megi prjóna eftir eigin hugmyndum og breyta uppskriftum að vild. Markmiðið er að gera lopapeysuprjón aðgengilegt og áhugavert fyrir hvern sem er, unga jafnt sem aldna.

 • Höfundur: Auður Björt Skúladóttir

 • Útgáfuár: 2016

 • 67 bls. / ISBN 9789979674061

Saga hönnunnar

kr. 5.625

Fatnaður, byggingar og húsgögn þróast með manninum og menningu á hverjum tíma, endurspegla samfélagið og endurspeglast í samfélaginu. Hvert verk er einstakt og mótast af því þjóðfélagi, umhverfi, auðlindum, tækni- og verkkunnáttu sem er til staðar hverju sinni.

Hér gefst lesandanum tækifæri til að öðlast góða heildarsýn yfir sögu fatnaðar, bygginga og húsgagna ásamt stuttu yfirliti yfir myndlist frá tímum Egypta fram til dagsins í dag með samfélagslegu ívafi. Saga hönnunar er mikilvæg til að geta skoðað og skilið þróun samfélagsins í fortíð, nútíð og framtíð.

Höfundur bókarinnar, Ásdís Jóelsdóttir, hefur kennt hönnunar- og menningarsögu ásamt fata- og textílhönnun frá árinu 1986. Hún hefur samið bækur um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi, sögu tískunnar og saumtæknibók fyrir fatasaum. Þá hefur hún einnig þýtt bækur um snið og sniðteikningu fyrir konur og karlmenn.

 • Höfundur: Ásdís Jóelsdóttir

 • Útgáfuár: 2013

 • 304 bls. / ISBN 978-9979-67-332-3

Snið og sniðteikningar – herrafatnaður

kr. 8.425

Bókin er hugsuð sem hjálpartæki fyrir kennara og nemendur í hönnunar- og iðnnámi sem og áhugafólk sem þangað getur sótt hugmyndir og fylgt aðgengilegum leiðbeiningum.

Lengi vel hefur verið þörf fyrir námsefni í almennri sniðteikningu fyrir herrafatnað. Þetta á ekki síður við um þá sem vilja búa til snið og sauma heima við enda hafa herrasnið ekki verið til á hinum almenna markaði um langan tíma.

Bókinni fylgja mismunandi grunnsnið, þ.e. buxur, skyrta, sportlegur jakki og stakur jakki í tilbúnum stærðum (1:1), og hvert og eitt í mörgum stærðum C 44–C 56.

 • Höfundar: Inger Öberg og Hervor Ersman

 • Þýðandi: Ásdís Jóelsdóttir

 • Útgáfuár: 2010

 • 182 bls. / ISBN 9789979672562

Snið og sniðteikningar – kvenfatnaður

kr. 8.425

Þessi bók er sérstaklega ætluð til kennslu og er efni hennar í upphafi miðað við hið einfalda en er á líður við hið flóknara og erfiðara og hentar því sem námsefni á öllum skólastigum. Þá á áhuga- og fagfólk á þessu sviði einnig möguleika á að nýta sér bókina til þess að auka og halda við þekkingu sinni. Bókinni fylgir sniðamappa.

 • Höfundar: Inger Öberg og Hervor Ersman

 • Þýðandi: Ásdís Jóelsdóttir

 • Útgáfuár: 1999

 • 312 bls. / ISBN 9789979670193

Snið og sniðteikningar fyrir grunnskóla

kr. 4.690

Þetta kennsluefni er þannig hugsað að kennarar og nemendur í fata- og textílhönnun geti sótt í það hugmyndir. Það er einnig ætlað öðrum þeim sem sauma og vilja sjálfir læra að búa til sín eigin snið.

Máltakan er útskýrð af nákvæmni og einnig er greint frá hvernig einstaklingsbundin mál og frávik eru löguð.

Í sniðamöppu, sem hægt er að kaupa sér, eru grunnsnið að stökum jakka með ein- og tvísaumsermi, buxum, pilsi og blússu/kjól í stærðunum C34-C54 og að skyrtu og jakka í stærðunum C34-C50.

 • Höfundar: Inger Öberg og Hervor Ersman

 • Þýðandi: Ásdís Jóelsdóttir

 • Útgáfuár: 2001

 • 144 bls. / ISBN 9789979670819

Tréskurður

kr. 3.875

Í þessari handbók er saga tréskurðar rakin að nokkru, einkum hér á landi, sem og ýmsar hliðar tréskurðar. Fjallað er um verkfæri og meðhöndlun þeirra, viðartegundir og sitthvað sem að þeim lýtur. Einnig er fjallað um form og mynstur og enn fremur vikið að ýmsum tæknilegum hliðum tréskurðar.

Lítið er til af lesefni um þetta efni á íslensku og því gæti bókin hentað þeim sem hefðu hug á að stunda tréskurð og þeim sem eru komnir eittthvað áleiðis.

 • Höfundur:Sigurjón Gunnarsson

 • Útgáfuár: 2017

 • 61 bls. / ISBN 9789935241634

Vinnubók í flatarmáli, rúmmáli og hönnun

kr. 2.945

Í þessari vinnubók er gerð tilraun til að tengja saman stærðfræði og hönnun. Verkefni eru í flatarmáli, rúmmáli og hönnun og eru þau unnin á blöð með rúðum fyrir flatarmál (hornréttar rúður), þrívídd (skárúður) og hönnun (hornréttar rúður og skárúður). Með þessari aðferð er verið að gera stærðfræðina áþreifanlegri og tengja hana raunveruleikanum.

Bókin hefur að geyma verkefni fyrir alla aldurshópa, allt frá 1. bekk grunnskóla og upp í fyrstu bekki framhaldsskólans. Verkefnin eru fjölmörg; flatarteikningar, rúmteikningar og fallmyndir ásamt útreikningum og formúlum. Ýmsar gerðir aukavinnublaða fylgja og hugmyndir um notkun.

 • Höfundur: Árni Jón Hannesson

 • Útgáfuár: 2001

 • 108 bls. / ISBN 9789979670759