Showing all 12 results

Anatomy for artists – A complete guide to drawing the human body

kr. 2.310

Gagnleg handbók fyrir alla listamenn sem vilja teikna mannslíkamann. Í bókinni eru nákvæmar skýringamyndir fyrir hvern líkamspart sem sýna beinabyggingu, vöðvabyggingu og ysta útlit sem allt er gagnlegt fyrir listamanninn.

Lærðu að:

 • Þekkja muninn milli byggingar karl- og kvenlíkama.
 • Skilgreina andlitsvöðva og mismunandi notkun þeirra milli andlitsbrigða
 • Nefna beinin sem sjást undir húðinni
 • Túlka hreyfingu í líkamanum
 • Höfundur: Barrington Barber

 • Útgefandi: Arcturus Publishing

 • Útgáfuár: 2015

 • 128 bls. / ISBN 9781784044701

Eðlisfræði fyrir nuddbrautir

kr. 6.390

Bók þessi er skrifuð fyrir nuddbraut Ármúlaskóla samkvæmt beiðni skólans um námsefni sem hentað getur nemendum er koma til með að vinna á nuddstofum í framtíðinni. Í bókinni er farið í grunnatriði rafmagns- og bylgjufræði auk þess sem minnst er lítilsháttar á rafsegulbylgjur. Að nokkru leyti er minnst á þau atriði sem tengjast tækjum sem notuð eru til meðferðar á nuddstofum auk þess sem í einstaka tilvikum er minnst á læknisfræðileg tæki. Ekki er farið mjög djúpt í eðlisfræði sem tengist tækjunum en dregin fram þau atriði sem geta skýrt notkun þeirra. Lausleg samantekt fylgir hverjum kafla auk verkefna. Bókin getur einnig hentað þeim sem fást við nudd en vilja fræðast svolítið um þá eðlisfræði sem tengjast hinum fjölmörgu tækjum sem eru í notkun á nuddstofum í dag.

 • Höfundur: Rúnar S. Þorvaldsson

 • Útgáfuár: 2001

 • 104 bls. / ISBN 9789979670865

Góð næring – betri árangur

kr. 5.015

Bókin inniheldur aðgengilegar upplýsingar fyrir alla þá sem stunda íþróttir, hreyfingu eða aðra líkamsáreynslu og vilja auka næringartengda þekkingu sína óháð því hvaða grein þeir stunda og á hvaða stigi þeir eru. Í því felst að velja hollari fæðu sem mætir orku- og næringarþörf við mismunandi aðstæður.

Í bókinni eru hagnýtar upplýsingar sem flestir geta nýtt sér án þess að hafa mikinn grunn í næringarfræði eða lífeðlisfræði. Bókin hentar vel til kennslu en þjálfarar, fararstjórar og ekki síst foreldrar og aðrir aðstandendur, sem sjá um matarinnkaup og matargerð á heimilinu, geta haft gagn og gaman af bókinni.

Bókin er gefin út með stuðningi frá ÍSÍ og Ólympíuhjálp IOC.

„Aðgengileg og auðlesin bók, góður grunnur um næringarfræði. Góð eign fyrir þá sem vilja bæta við sig.“

Smelltu hér til að skoða ítarefnið með bókinni. 

 • Höfundar: Fríða Rún Þórðardóttir

 • Útgáfuár: 2014

 • 200 bls. / ISBN 9789979673514

Heilabilun á mannamáli

kr. 3.590

Heilabilun er gjarnan nefnd „fjölskyldusjúkdómur 21. aldarinnar“. Ástæðan er sú að aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun aukast hratt á næstu árum og áratugum. Þrátt fyrir áratugalangar rannsóknir hefur engin lækning við heilabilun fundist enn. Því er mikilvægt að samfélagið sé undir það búið að hlúa að stækkandi hópi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Til þess þarf að auka þekkingu á þeim sjúkdómum sem heyra undir heilabilun, bæta þjónustu við þennan hóp og fjölga úrræðum.

Bók þessi er hugsuð sem kennslubók fyrir heilbrigðisstéttir, en ekki síður fyrir aðstandendur og áhugafólk.

Hanna Lára Steinsson, félagsráðgjafi MA, MS, hefur um langt árabil starfað að málefnum fólks með heilabilun og aðstandenda þess. Hún er höfundur bókarinnar „Í skugga Alzheimers – Ástvinir segja frá“ og hefur gert rannsókn á heimaþjónustu fyrir fólk með heilabilun og rannsókn á aðstæðum fólks sem greinst hefur með Alzheimerssjúkdóm á aldrinum 45-65 ára. Auk þess hefur hún samið kennsluefni og séð um kennslu starfsfólks í umönnunarstörfum.

 • Höfundur: Hanna Lára Steinsson

 • Útgáfuár: 2018

 • 84 bls. / ISBN 9789979674641

Hjúkrun – 1. þrep

kr. 8.915

Hjúkrun – 1. þrep (Almenn hjúkrun) er fyrsta bókin í ritröð kennslubóka í hjúkrun. Í byrjun er fjallað um sögu og þróun heilbrigðisþjónustunnar, skipulag hennar og stofnanir.

Í kjölfarið eru kynnt undirstöðuatriði hjúkrunar, umönnun, sjálfsumönnun og þarfir, en einnig greint frá starfslíkani fyrir verkefni í aðhlynningu.

Í síðari hluta bókarinnar eru kynntar þættir sem varða samskipti, samstarf, norm, gildi og siðfræði, sem allir fléttast inn í störf sem byggjast á mannlegum samskiptum og tengslum.

 • Ritstjóri: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

 • Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir

 • Útgáfuár: 2016

 • 288 bls. / ISBN 9789979674078

Hjúkrun – 2. þrep

kr. 15.005

Hjúkrun – 2. þrep (Hjúkrun fullorðinna) er önnur bókin í ritröð kennslubóka í hjúkrun. Í fyrsta hluta bókarinnar eru kynnt ýmis grundvallaratriði í hjúkrun, þ.á m. almenn hjúkrun, umönnun, hjúkrunarferlið og líkan til þjálfunar í verklegum aðferðum.

Á eftir fylgja kaflar þar sem fjallað er um hjúkrun út frá tilteknu líffærakerfi, tilheyrandi vanda eða sjúkdómi, með yfirliti yfir dæmigerð úrlausnarefni sjúkraliðans á viðkomandi sviði auk lýsinga á þeim athugunum sem tilheyra. Því er upplagt að nota bókina samhliða kennslu í sjúkdóma- og lyfjafræði.

 • Ritstjóri: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

 • Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir

 • Útgáfuár: 2015

 • 497 bls. / ISBN 9789979673804

Hjúkrun – 3. þrep

kr. 13.630

Hjúkrun – 3. þrep (Hjúkrun aldraðra) er þriðja bókin í ritröð kennslubóka í hjúkrun. Í fyrri hluta bókarinnar er umfjöllun um öldrun, heilbrigðisþjónustu aldraðra og þau matstæki sem notuð eru innan öldrunarhjúkrunar, auk sértækra vandamála og sjúkdóma. Virkni og endurhæfingu aldraðra eru einnig gerð skil ásamt hreyfingu og næringarþörfum. Loks er sérstök umfjöllun um

Í síðari hluta bókarinnar er varpað ljósi á hlutverk, verkefni og ábyrgð fagaðila sem sá um umönnun aldraðra, auk umfjöllunnar um lögræði og sjálfsákvörðunarrétt, nauðung og valdbeitingu. Að lokum er fjallað um þætti sem snúa að ummönnunaraðilium og vinnuaðferðum þeirra.

 • Ritstjóri: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

 • Þýðandi: Jóna Dóra Óskarsdóttir

 • Útgáfuár: 2017

 • 405 bls. / ISBN 9789979674443

Sjálfstjórn og heilsa

kr. 3.920

Góð heilsa er verðmæti sem unnt er að varðveita og ávaxta á ýmsa vegu. Flestir vita að hreyfing, hollur matur og andlegt jafnvægi gegna þar mikilvægu hlutverki.

Þessari bók er ætlað að bæta úr brýnni þörf. Á skýran og einfaldan hátt er lesandanum kennt að þekkja áhrif streitu, auka næmi fyrir eigin líkama og bæta sjálfstjórnina. Í bókinni má m.a. finna leiðbeiningar um slökun, hugþjálfun og hugrækt en einnig aðferðir til að auka sjálfstraust, tileinka sér jákvæð viðhorf og vinna bug á frestunaráráttu. Þá er fjallað um aðferðir til að hætta að reykja og hvernig unnt er að tileinka sér breyttan og bættan lífsstíl. Hér er á ferðinni ný og aukin útgáfa bókarinnar.

 • Höfundar: Jóhann Ingi Gunnarsson, Bragi Sæmundsson og Sæmundur Hafsteinsson

 • Útgáfuár: 2011

 • 151 bls. / ISBN 9789979672920

Sjúkdómar í mönnum – Kennsluefni fyrir framhaldsskóla

kr. 7.030

Orsakir flestra sjúkdóma tengjast frumulöskun á einn eða annan hátt. Í þessari bók er fjallað um helstu gerðir frumulöskunar og viðbrögð frumna við álagi. Algengustu orsakir sjúkdóma í mönnum fá nokkra umfjöllun, t.d. umhverfissjúkdómar, sýkingar, erfðaveilur og æxlisvöxtur. Þá er allítarleg umfjöllun um algengustu sjúkdóma í hverju líffærakerfi fyrir sig, orsakir þeirra og helstu sjúkdómseinkennum lýst.

Efnisumfjöllunin er studd línuritum, myndum og töflum til að auðvelda nemendum skilning. Bókin er hugsuð sem kennsluefni fyrir nemendur á heilbrigðisbrautum framhaldsskóla og aðra þá er hyggja á æðra nám í líffræði mannsins.

 • Útgáfuár: 1995

 • 253 bls. / ISBN 9789979831426

Þjálffræði

kr. 6.975

Í líkamsþjálfun verður einstaklingurinn fyrir margs konar áreiti og þessi bók gefur innsýn í aðstæður við þjálfun sem mikilvægt er að hafa þekkingu á. Auk þess er fjallað um byggingu og starfsemi líkamans, orkubúskap, hreyfifræði, skipulagningu þjálfunar o.fl.

Bókin er þýðing á norskri kennslubók í þjálffræði (Træningslære) og er ætlað að leysa af hólmi Fræðslurit ÍSÍ, sem um langt skeið hafa verið notuð á námskeiðum íþróttahreyfingarinnar og á íþróttabrautum framhaldsskóla. Hún er gefin út að frumkvæði og í samvinnu við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.

 • Höfundar: A. Gjerset, K. Haugen og P. Holmstad

 • Þýðandi: Anna Dóra Antonsdóttir

 • Útgáfuár: 1998

 • 428 bls. / ISBN 9789979671695

Þjálfun – Heilsa – Vellíðan – Kennslubók

kr. 6.790

Hér er á ferðinni ný og rækilega endurskoðuð útgáfa þessarar vinsælu bókar sem kennd hefur verið í framhaldsskólum um langt árabil.

Í bókinni er lýst undirstöðuatriðum líkamsþjálfunar, hvaða áhrif hún hefur á líkamann og hvernig komast má hjá álagsmeiðslum með réttri líkamsbeitingu. Einnig er lögð áhersla á heilsusamlega lífshætti, svo sem hollt mataræði, en auk þess fjallað um félagslega hlið íþróttaiðkunar.

Í seinni hluta bókarinnar eru kaflar um einstakar íþróttagreinar sem iðkaðar eru jafnt af almenningi sem atvinnumönnum, þar með talinn sérstakur kafli um útivist. Sérstök verkefnabók sem fylgir bókinni er einnig fáanleg.

 • Höfundar: Elbjørg J. Dieserud, John Elvestad, Anders O. Brunes og Jostein Hallén

 • Þýðing: Anna Dóra Antonsdóttir og Völundur Óskarsson

 • Útgáfuár: 2012

 • 269 bls. / ISBN 9789979673453

Þjálfun-heilsa-vellíðan – Vinnubók

kr. 3.375

Íþróttir eru námsgrein þar sem nemendur öðlast líkamlega og andlega vellíðan við iðkun hinna ýmsu íþróttagreina.

Námsefnið miðast eins og hægt er við þá kennnslu sem fram fer í kennslustundum. Nemendur verða þó að tileinka sér hluta námsefnisins með sjálfstæðri vinnu. Til þess er vinnubókin gagnleg.

 • Höfundar: Elbjørg J. Dieserud, John Elvestad og Anders O. Brunes

 • Þýðandi: Anna Dóra Antonsdóttir

 • Útgáfuár: 2000

 • 88 bls. / ISBN 9789979673057