fbpx

Stærðfræði 1

Stærðfræði 1

kr. 4.770

Vörulýsing

Stærðfræði 1 – Reiknireglur – algebra – prósentur – hnitakerfi – mengi

Höfundar: Gísli Bachmann og Helga Björnsdóttir

Með útkoma þessa námsefnis heldur það verkefni áfram sem hófst á vorönn 2015 með því að við sömdum námsefni fyrir áfangann Stær2BR05 og í framhaldi af því námsefni fyrir áfangann Stær2AH05.

Þetta námsefni er skrifað fyrir nemendur sem ekki hafa næga undirbúning til þess að hefja nám á öðru þrepi í framhaldsskóla. Samkvæmt menntamálaráðuneytinu er miðað við einkunn sem er undir 7. Einnig er þetta efni fyrir nemendur sem hafa verið í fornámsáföngum framhaldsskóla. Ekki var til nægilega heilsteypt efni fyrir þennan hóp nemenda og því var ráðist í þetta verkefni.

Fyrirmynd að uppsetningu er sem fyrr fengin úr Teknisk Matematisk eftir Preben Madsen, Nyt Teknisk Forlag, 2011. Einnig er fyrirmynd að finna í bók Jóns Þorvarðarsonar Stæ103 og Stæ102 eftur þau Helgu Björnsdóttur, Ingvar Ásmundsson og Sigurð Richardsson.

Verkið er unnið í Microsoft Word og Geogebra.

ISBN: 978-9979-67-463-4

1 prentun 2017, tilraunaútgáfa

2 prentun 2018, ný útgáfa