fbpx

Tilboð
Snid-og-snidteikn-grunnskola

Snið og sniðteikningar fyrir grunnskóla

kr. 4.690 kr. 990

Vörulýsing

Höfundar: Inger Öberg og Hervor Ersman
Ásdís Jóelsdóttir þýddi

Þetta kennsluefni er þannig hugsað að kennarar og nemendur í fata- og textílhönnun geti sótt í það hugmyndir. Það er einnig ætlað öðrum þeim sem sauma og vilja sjálfir læra að búa til sín eigin snið. Sniðteikning er heillandi handverk þar sem tilfinningin fyrir formi vex og dafnar í tengslum við hráefni og einstaklinga.

144 bls., 2001, ISBN 9979-67-081-9

Þegar búa á til fatnað sem hefur notagildi, er þægilegur og fer vel, verða grunnsniðin sem farið er eftir að vera margreynd. Einnig er nauðsynlegt að kunna að taka rétt mál. Máltakan er útskýrð af nákvæmni og einnig er greint frá hvernig einstaklingsbundin mál og frávik eru löguð.

Með aðstoð grunnlínanna er hægt að laga flík að eigin hugmyndum. Þannig er hægt að laga sig að þörfum hvers einstaklings og mismunandi tískustefnum. Þetta á bæði við um grunnformið á flíkinni, skurðarlínur og önnur smáatriði við sniðgerðina. Leiðbeiningarnar miðast við einföld og algeng snið. Hér er að finna bæði hversdags- og spariflíkur, einnig hinn sígilda jakka ásamt hátíðarkjólum.

Í sniðamöppu, sem hægt er að kaupa sér, eru grunnsnið að stökum jakka með ein- og tvísaumsermi, buxum, pilsi og blússu/kjól í stærðunum C34-C54 og að skyrtu og jakka í stærðunum C34-C50.

Með útgáfu þessa kennsluefnis á íslensku er stigið stórt skref í þá átt að efla menntun í sniðteikningu, undirstöðunáms í fataiðn og hönnun, sem hefur verið vaxandi á öllum skólastigum og tengist listsköpun, ýmiss konar hönnun og iðnaði þar sem örar breytingar og tækninýjungar eiga sér stað.