fbpx

Hjukrun-2-cover
Hjukrun-2-cover

Hjúkrun – 2. þrep

kr. 15.005

Flokkur:

Vörulýsing

Ritstjórn: Anne Sofie Steens og Lissi Hansen

Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Þýðing: Jóna Dóra Óskarsdóttir

Faglegur yfirlestur: Ása Einarsdóttir og Guðrún Hildur Ragnarsdóttir

Hjúkrun – 2. þrep (Hjúkrun fullorðinna) er fyrsta bókin af þremur í ritröð kennslubóka í hjúkrun, sem er þýdd og staðfærð úr kennsluefni danska forlagsins Munksgaards í hjúkrunargreinum. Hinar bækurnar tvær eru Hjúkrun – 1. þrep (Almenn hjúkrun) og Hjúkrun – 3. þrep (Hjúkrun aldraðra).

Í fyrsta hluta bókarinnar eru kynnt ýmis grundvallaratriði í hjúkrun, þ.á m. almenn hjúkrun, umönnun og sjálfsumönnun, og ennfremur tvö hjálpartæki sem nýtast innan verklegrar hjúkrunar, þ.e. hjúkrunarferlið og líkan til þjálfunar í verklegum aðferðum.

Á eftir fylgja kaflar þar sem fjallað er um hjúkrun út frá tilteknu líffærakerfi, tilheyrandi vanda eða sjúkdómi, með yfirliti yfir dæmigerð úrlausnarefni sjúkraliðans á viðkomandi sviði auk lýsinga á þeim athugunum sem tilheyra. Í bókinni er brugðið ljósi á hjúkrun og umönnun frá ýmsum hliðum og nemendum gefnar haldgóðar ábendingar um hvernig megi skipuleggja, framkvæma og meta hjúkrun með því að byggja á athugunum og þekkingu.

Þar sem fjallað er um hjúkrun í tengslum við tiltekinn sjúkdóm er upplagt að nota bókina samhliða kennslu í sjúkdóma- og lyfjafræði.

Meginmarkmið bókarinnar er að auka þekkingu á hjúkrun sem byggir á umhyggju og virðingu fyrir mannhelgi einstaklinga um leið og kenndar eru aðferðir sem efla hæfni fagfólks til að veita gæðaþjónustu.

497 bls., 2015, ISBN:978-9979-67-380-4