Hjukrun-1-cover

Hjúkrun – 1. þrep

kr. 8.490

Flokkur:

Vörulýsing

Ritstjórn: Anne Sofie Steens og Lissi Hansen

Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Þýðing: Jóna Dóra Óskarsdóttir

Faglegur yfirlestur: Ása Einarsdóttir og Guðrún Hildur Ragnarsdóttir

Hjúkrun – 1. þrep (Almenn hjúkrun) er fyrsta bókin í ritröð kennslubóka í hjúkrun, sem er þýdd og staðfærð úr kennsluefni danska forlagsins Munksgaard. Hinar bækurnar tvær eru Hjúkrun – 2. þrep (Hjúkrun fullorðina) og Hjúkrun – 3. þrep (Hjúkrun aldraðra).

Í byrjun er fjallað um sögu og þróun heilbrigðisþjónustunnar, skipulag hennar og stofnanir, en jafnframt um heilbrigðisstéttir. Í kjölfarið eru kynnt undirstöðuatriði hjúkrunar, umönnun, sjálfsumönnun og þarfir, en einnig greint frá starfslíkani fyrir verkefni í aðhlynningu.

Á eftir fylgja kaflar um hjúkrun út frá ólíkum líkamskerfum, svo sem meltingu og öndun, og gerð grein fyrir eðlilegu ástandi þeirra og vanda sem þeim tengjast. Í síðari hluta bókarinnar eru kynntar þættir sem varða samskipti, samstarf, norm, gildi og siðfræði, sem allir fléttast inn í störf sem byggjast á mannlegum samskiptum og tengslum.

Meginmarkmið bókarinnar er að auka þekkingu á hjúkrun sem byggist á umhyggju og virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti og mannhelgi einstaklinga, jafnfrmat því sem kenndar eru aðferðir sem efla hæfni fagfólks til að veita gæðaumönnun.

288 bls., 2016, ISBN:978-9979-67-407-8