fbpx

Harsnyrting-Cover

Hársnyrting – undirstöðuatriði

kr. 19.315

Vörulýsing

Höfundar: Pivot Point

Þýðendur: Margrét Ísdal, Þórdís Eiríksdóttir og Jóna Dóra Óskarsdóttir

Um er að ræða ítarlegt rit um flestallt sem viðkemur hársnyrtingu, hið fyrsta sinnar tegundar á íslensku, gefið út í samvinnu við Pivot Point á Íslandi. Bókin skiptist í tvo hluta, 1. Fræðilegan grundvöll hársnyrtingar og 2. Hárþjónustu. Byrjað er að fjalla um heim fagmannsins og vistfræði stofunnar, örverufræði, smitvarnir og skyndihjálp. Þá fylgja kaflar um undirstöðueiningar mannslíkamans og helstu líffærakerfi en einnig um efnafræði hársnyrtivara og allt sem lýtur að rekstri hársnyrtistofu. Seinni hlutinn snýr svo að hárþjónustu, fjallað er um hárfræði, umönnun hársins og undirbúning hárþjónustu. Enn fremur um stílmótun og stílhönnun, allt sem varðar klippingu, hárhönnun, hárkollur og aukahár og loks eru ítarlegir kaflar um permanent- og sléttunarfræði og hárlitun. Bókina prýðir aragrúi ljósmynda og skýringarteikninga. Við útgáfu hennar nutu þýðendur dyggrar aðstoðar fagkennara, brauta- og skólastjórnenda.

240 bls., 2013, ISBN 978-9979-67-313-2

Bókin skiptist í tvo hluta og 12 kafla:

1. HLUTI FRÆÐILEGUR GRUNDVÖLLUR
1. kafli, Að verða fagmaður
1.1 Heilbrigð sál í hraustum líkama
1.2 Árangursrík tjáskipti
1.3 Mannleg samskipti

2. kafli, Vistfræði stofunnar
2.1 Örverufræði
2.2 Smitvarnir
2.3 Skyndihjálp

3. kafli, Líffæra- og lífeðlisfræði
3.1 Undirstöðueiningar mannslíkamans
3.2 Helstu líffærakerfi mannsins

4. kafli, Efnafræði
4.1 Efni
4.2 pH-kvarðinn
4.3 Efnafræði snyrtivara

5. kafli, Að reka stofu
5.1 Hársnyrtiiðnaðurinn
5.2 Atvinnuleit
5.3 Fagleg tengsl
5.4 Eigin stofa
5.5 Smásala á stofunni

2. HLUTI HÁRÞJÓNUSTA
6. kafli, Hárfræði
6.1 Kenningar um hárið
6.2 Umönnun hársins
6.3 Undirbúningur, hárþvottur og höfuðnudd

7. kafli, Stílmótun
7.1 Stílhönnun
7.2 Aðlögun hönnunar
7.3 Samskipti við viðskiptavininn

8. kafli, Klipping
8.1 Klippingarfræði
8.2 Klippingaráhöld
8.3 Klippingartækni

9. kafli, Hárhönnun
9.1 Kenningar um hárhönnun
9.2 Hármótun – blautt hár
9.3 Hármótun með hita
9.4 Kenningar um hárhönnun – sítt hár
9.5 Aðferðir við hárhönnun – sítt hár

10. kafli, Hárkollur og aukahár
10.1 Hárkollur og hártoppar
10.2 Aukahár

11. kafli, Áferð
11.1 Permanent-fræði
11.2 Sléttunarfræði

12. kafli, Hárlitun
12.1 Hárlitunarfræði
12.2 Að þekkja litinn í hárinu
12.3 Að breyta litnum í hárinu