fbpx

Felagsfraediveislan-cover

Félagsfræðiveislan

kr. 6.658

Vörunúmer: 77e2268ba949 Flokkur:

Vörulýsing

Höfundur: Magnús Einarsson

Þessi kennslubók er ætluð nemendum í félagsfræði á framhaldsskólastigi. Hún hentar einnig nemendum á fyrsta ári í háskóla svo og hinum almenna lesanda. Grundvallarhugtök félagsfræðinnar eru skýrð og meginsjónarhorn hennar kynnt. Fjallað er um nokkur mikilvæg viðfangsefni félagsfræðinnar. Námsmarkmið og samantekt fylgja hverjum kafla.

344 bls., 2011, ISBN 978-9979-67-276-0

Bókin skiptist í þrjá meginhluta:

I. Félagsfræði sem fræði- og vísindagrein: Mikilvægi hugtaka, félagsfræðilegt innsæi og þróun félagsfræðinnar.
II. Sjónarhorn félagsfræðinnar: Meginsjónarhorn, sem kennd eru við átök, samskipti og samstöðu (virkni) eru skýrð, ásamt sjónarhornum sem kennd eru við póstmódernisma og póst-strúktúralisma.
III. Félagsfræðileg viðfangsefni. Fjögur mikilvæg undirsvið félagsfræðinnar sem fjalla um frávik og afbrot, menntun, fjölmiðla, heilsu og veikindi eru skýrð og greind í ljósi helstu kenninga og sjónarhorna félagsfræðinnar.

Magnús Einarsson er með BA-gráðu í þjóðfélagsfræði frá HÍ og kennsluréttindi frá sama skóla. Hann lauk MA-prófi í menningarlegri mannfræði frá Wisconsin-háskóla í Madison árið 1992. Í rúma tvo áratugi hefur hann aflað sér víðtækrar kennslureynslu á sviði félagsvísinda við ýmsa framhaldsskóla en hefur undanfarin ár kennt við Borgarholtsskóla. Auk þess hefur hann fengist við stundakennslu í heilsufélagsfræði við HÍ.

Verkefni