fbpx


Leggur þú í ævintýralestur?

Lestrarátakinu er lokið og við þökkum öllum fyrir þátttökuna!

Verðlaun til vinningshafa verða send út í framhaldinu.

Útfylltum lestrarmiðum, lituðum myndum og framlögum í „Skapa“, má senda til Iðnú útgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík eða skanna inn og skila rafrænt hér.

 

Leiðbeiningar um rafræn skil:

  1. Setja fyrir hvaða hluta innsenda efnið er SKAPA eða LITA, nafn, bekk og skóla í gluggann þar sem stendur „your name“ svona: skapa_jón jónsson_2b_skólaskóli eða lita_jon jonson_2b_skolaskoli.
  2. Velja síðan „choose file“ og finna efnið sem á að hlaða upp. Gott er ef efnið er merkt á sama hátt og í skrefi 1.
  3. Velja „upload file“ og þá sendist efnið til Iðnú.

 

Tom og Elena frá Avantíu hvetja káta krakka til að lesa Óvættaför og önnur ævintýri!

 

Þema ævintýralestursins er að LESA, LITA og SKAPA

 

Reglurnar eru þessar:

Lesa

Þú lest þrjár ævintýrabækur að eigin vali og fyllir út lestrarmiða.
Lestrarmiðanum skilarðu inn á næsta skólabókasafn.

Lita

Þú litar mynd af ævintýrum Tom og Elenu úr bókunum Óvættaför
• Þegar myndin er tilbúin merkir þú hana með nafni og skilar henni inn á skólabókasafnið.

Skapa

Þú skapar þitt eigið ævintýri, t.d. með því að:
• Teikna mynd
• Skrifa ævintýri
• Teikna myndasögu
• Búa til myndband
• Taka ljósmyndir

Rafrænu efni fyrir LITA og SKAPA má skila hér

Í lok átaksins verða dregnir út veglegir vinningar – sjá nánar hér

Ævintýralesturinn stendur yfir frá 1. mars til 15. maí 2018 (ATH átakið var lengt til 15. maí!)

                        

 

Lesa meira um Ævintýralestur!                           Hér eru lestrarmiðarnir!                            Hér eru myndirnar!                       

Kennarinn.is – Verkefni fyrir Óvættaför 1-6

 

 

Hafa samband